Thailand á ný, mikið „surprice“, sumum komið verulega á óvart.

Já er búinn að vera hér síðan á fimmtudagskvöldið. Undirbúningurinn ekki langur. Sumir sagt mig geggjaðan að gera þetta, aðrir samgleðjast og skilja kallinn. Þetta var tækifæri sem ég varð að grípa. Slíkt gerist ekki á hverjum degi að maður eigi þess kost að geta farið yfir hálfan hnöttinn að koma mikilvægri manneskju í lífi manns á óvart á þennan hátt.

 

Pong er að elda hádegismatinn, verulega heitt í veðri í dag, erum búnir að vera niðri í bæ í morgun, á meðan var stórþvottur að velkjast í þvottahúsinu. Sældarlíf. Loftslagið hér er sérlega gott og á vel við minn skrokk. Verð ákveðnari með hverjum deginum að kaupa mér hús hérna í Thailandi í framtíðinni. Hann leigir litla condo íbúð nánast úti í sveit, hér er sofnað við suð í engisprettum úti á akrinum. Þetta þykir lúxus íbúð á Thailenskan mælikvarða. En við búið að íslenskum húsmæðrum þætti slæmur kostur að stunda heimilsstörfin hér, hér er ekki verið að splæsa í eldhúsinnréttingar eða óþarfa tæki og tól. Samt eru allir saddir, sælir og hreinlætið er mikið hérna.

Já einhverjir vilja vita hvernig þetta gekk alltsaman. Já þetta var ansi skemmtilegt. Ég var lengi að bræða með mér að gera þetta. Sagði Pong að maður að nafni Örn væri á leið til Thailands og myndi hafa meðferðis sendingu til hans.

Eftirvænting Pongs varð meiri og meiri með hverjum deginum. Hann fór að ímynda sér alls konar hluti sem ég væri að senda honum. Það fór að vera verra og verra að ljúga að honum eftir því sem nær dró.

Áður en ég flaug út á miðvikudagsmorgni, gisti ég hjá Rósu og Guðna sem búa á gamla kanavellinum. Þá gat ég sagt Pong að ég myndi hitta hann á MSN á netkaffihúsi á vellinum, laug því að þau byggju á kollegíi hvar væri bara netkaffihús. ( við Pong hittumst á MSN 2 svar á dag ef tök eru á) Brottfararmorguninn hrigdi ég í hann og sagðist vera að fara út að keyra með Guðna. Flaug út með lággjaldaflugfélaginu Icelandair, sem var hálft fargjaldið út að venju. Þurfti að bíða á Heatrow yfir daginn, sem var ágætt, fékk mér góða göngutúra á milli. Fór svo á netkaffi þar með laptoppinn, sneri mér út í horn svo að hann  sæi ekki allt þetta ferðafólk, og hitti hann á MSN, fólki varð starsýnt á mig þarna á netkaffinu, og ég varð að segja því hvers vegna ég gerði þetta, það varð til þess að ég fékk algjöran frið á meðan á spallinu stóð. Þá var um kvöldið haldið með Eithiad flugfélaginu ( alsendis frábært flugfélag, afar skemmtilega innréttaðar flugvélar) til Abu Dhabi sem er í arabísku furstadæmunum. Á fimmtudagsmorgni fékk ég mér morgunhressingu í sérkennilegu flugstöðinni í Abu Dhabi. Hringdi í Pong þaðan og ákkurat á meðan kom svona Ding ding ding PASSENGERS TO.....TIKLYNNING !!!!!!! ég fór í keng og hljóp inn í næsta herbergi sem reyndist ekki vera fyrir farþega HEHE, en sagði Pong að ég væri í Kriglunni í Reykjavík og það væri verið að auglýsa tilboð. Eftir frekar stuttan stans var haldið af stað til Bangkok. Tók eftir að öll flug þarna voru á mínutunni. Lenti í Bangkok á staðartíma 1830 sem var 40 mín. fyrir tímann. Hafði lært það mikið á Thailendingana að ég  gat fengið luxusdrossíu á 1200 BATH til Pattaya, en síðast þurftum við að borga nánast 3x meira. Á leið til Pattaya SMSaði ég til Pong sem Einar og Örn á víxl, sem var mjög skemmtilegt. Fór beint á Hótel Royal Twin Palace, þar kannaðist starfsfólkið við mig strax. Hljóp því næst út á 2. Breiðstræti gekk beint í flasið á skraddaranum mínum sem var afar hissa á því að sjá mig. Þaðan fór ég á markaðinn á South thai road að kaupa blóm. Aftur á hótelið að undirbúa. Var með nokkrar smágjafir og kerti meðferðis. Bjó til stíg af rósum, gjöfum og kertum eftur herberginu endilöngu, þar var kort til Pong sem sagði að gjöfin væri á svölunum.

Til að gera langa sögu stutta. Þá gekk þetta upp. Pong gjörsamlega lamaðist það tók hann tölvuerðan tíma að átta sig að ég væri kominn til hans.

Þurfum að erindast dálítið, verðum með frekari fréttir fljótlega , eftir að hafa farið í heimabæ hans Sikhiu sem er í Korat héraðinu. Ýmislegt verið að bollaleggja.

Jæja erum að fara ofan í bæ, Pong að vinna og ég í nudd og í göngutúr, hef gaman að rölta um strætin hérna og njóta mannlífsins. 38° c hiti og sól. Rignir sjálfsagt í kvöld, þá eru göturnar líkt og straumfljót.

Já ævintýrin halda áfram í landi brosanna. Er að ná einu og einu orði til viðbótar. Pong biður að heilsa þeim sem þekkja.

Savadee Kaab.

Pom rak kuhn Pong

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sævar már magnúss

Ja sko þig, bara alltaf í útlandinu það er ágætt (sem er víst betra en gott).

Góð kveðja frá Akureyri þar sem veðrið er betra en gott.

Sævar M

sævar már magnúss, 14.5.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ég var farinn að undrast um þig, hvar þú værir. Gott að allt er í góðum gýr. Alltaf gaman að koma fólki á óvart. Kveðja úr Mos. Þar sem veðrið er töluvert betra en gott, allavega betra en á AKUREYRI, það hlítur að vera.

Guðmundur St. Valdimarsson, 15.5.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ja takk fyrir felagar. Gummi tad gefur auga leid med sunnanlandssolina og saeluna.

En reyndar er thad lika satt hja saevari ad vedrid a  Akureyri getur verid alveg AGAETT!!!!!!.

Vonandi allt i godu gengi heima. var i longum motorhjolatur, og er ad undirbua kerfisheimsokn i sendiradid danska i Bangkok a morgun.

Einar Örn Einarsson, 15.5.2008 kl. 13:22

4 identicon

Gaman að lesa"

Gangi ykkur vel!

Donni 

Donni (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:14

5 identicon

hæ frændi gaman að lesa pistlana þína. Gott að lífið brosið við þér. Kærar kveðjur í sólina mátt senda smá hingað upp á skerið :)

Lotta frænka :) (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Var farinn að undrast um þig.   Gott að fá góðar fréttir og vonandi hefur þú það sem allra best.

Jóhann Elíasson, 18.5.2008 kl. 14:14

7 Smámynd: Garún

Vá en rómantískt. 

Garún, 20.5.2008 kl. 17:20

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rómó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 09:14

9 Smámynd: Gísli Torfi

Mögnuð lesning... Megi þið eiga góða daga.. Guð blessi þig og þína ríkulega.

nenniru að senda svona sirka 19 gráður hingað á skerið ...

Gísli Torfi, 23.5.2008 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband