Innivera, smá um 12 sporin að auki

100_1798epKominn heim af sjónum.

Skrambi góður túr þetta. Mikið að gera. Má segja að leiðtoginn hafi verið í sínu besta essi, sem vill segja að hann var í essinu sínu. Það er gaman af svona túrum, þeir líða hratt og ólíkt skemmtilegra fyrir áhöfnina að takast á við ólík verkefni.

Var upptekinn í fjarskiptum, þökk sé nettengingum um borð í skipum í dag, og eins SMS samskipti á frívöktum, þegar við erum innan drægis hjá símanum. Ólíkt en hjá frændum vorum færeyingum sem hafa gsm samband 60 sjómílur á haf út. En fjarskiptin hjá mér persónulega voru í eina átt..... já austur í Asíu.

 Hef aldrei fengið eins mikið af fallegum bréfum og sendingum. Þetta er að snerta mig mikið.

Enn er verið að plana og taka ákvarðanir, og líkt og áður þá ætla ég ekki að vera að fjasa um það hér. Finnst best að hlutirnir gerist og fái að gerast, og láta vita eftir því hvernig þetta allt saman rekur sig. Það að spyrja að leikslokum á við hér. En þetta er flókinn ferill og langt frá því að vera beinn og breiður vegur, sem liggur þangað sem okkar hugir stefna báðir.  En við ætlum að leggja af stað hinn kræklótta varðaða veg, og taka einn áfanga í senn.

Er enn að melta Thailand, og hina ólíku meningarheima. Við hið hvíta hyski þykjumst vera alfa og omega, en erum í reynd minnihlutahópur sem er að kafna í eigin skít og eigin hugmyndum. Held það sé okkur öllum hollt að fara á framandi slóðir, með opnu hugarfari, og eftir á að reyna að líta í eigin barm. Það segir á góðum stað "víðar er Guð en í Görðum" og það er svo laukrétt. Víða um heim lifir fólk í sátt við eigið skinn, með annað verðmætamat og viðhorf. Lifir í deginum í dag og hefur ólíka tengingu við náttúruna og æðri mátt. Sú árátta okkar hins hvíta hyskis að troða okkar lífsmáta upp á alla jarðkringluna hugnast mér barasta alls ekki. Meira um þetta síðar, þarf að melta meira heheh.

Allavega er ég ekki samur eftir, í góðum skilningi, er ég þá ekki að tala um það sem við Pong eigum saman.

Vinnan mín í 12 spora kerfum AA og skyldum samtökum, er að skila sér þarna, sem og í öllum afkimum lífs míns.

Segi bara það að ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna í þeim sporum, fyrir óútskýranlega náð hins æðsta máttar.

 Fyrir ykkur sem eruð enn að berjast í eigin mætti, eigin hugmyndum og eruð að kafna í eigin egói, ég vona að þið nýtið ykkur það tækifæri sem felst í 12 spora vinnunni og ég lofa ykkur því( AA bókin lofar) að líf ykkar MUN breytast. og þið fáið kjark að takast á við hið óvænta, hið framandi og síðast en ekki síst ykkur sjálf.

 

Lifið heil Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Velkominn í land Einar

Jóhann Elíasson, 10.4.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott að heyra að þér líður vel og að þú ert að upplifa hamingjuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Gísli Torfi

"Treystu Drottni af öllu hjarta,en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit." Orðskv.3:5

Velkominn í land Einar.

Eigðu góða daga framundan

mbk

Gísli Torfi 

Gísli Torfi, 10.4.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

"Að þínum vilja" er orðið sem notað er og hefur gefið fjöldanum trú á sjálfu sér.

Guðjón H Finnbogason, 13.4.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: Garún

Þú ert snillingur ....

Garún, 18.4.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband