24.3.2008 | 20:40
Kominn heim. Thailand aftur á dagskrá hjá mér
Alltaf gott að koma heim til sín..............en mig langar út aftur. Kannski augljós ástæða segja sumir.
Ég féll fyrir landi og þjóð þarna. Var svo heppinn að hitta fólk þarna sem er algjörlega utan við þessa ferðamannahringiðu. Thailendingar eru ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur. Þeir virðast lifa í augnablikinu. Flestir eru Buddha trúar og trúa því að ill framkoma komi niður á þeim sjálfum. Góð framkoma verður til þess að góðir hlutir komi til baka. Thailendingar vilja mikið "take care" hugsa um og hjálpa öðrum, fyrir þeim er það dyggð.
Vitanlega er margt þarna sem vekur upp spurningar. Ekki eru lífeyrisréttindi þarna. En fólkinu þarna finnst það eðlilegt að borga til foreldra sinna líkt og Pong gerir. Eigingirnin virðist ekki eiga lögheimili í Thailandi svona almennt. Víst er það að þeir sem enga eiga að , eiga erfitt. Thailand er ekki fullkomið frekar en annað sem er af þessum heimi.
Enginn tekjuskattur er í Thailandi. Umhugsunarefni.
Einn íslending hittum við sem lifir þarna frábæru lífi af ellilaununum. Heima getur hann bara borgað húsaleigu síma og nauðþurftir. Í Thailandi blómstrar hann.
En svona er þetta. Sjórinn á morgun hjá mér. Ýmis plön á prjónunum sem verður gaman að sjá hvernig rekja sig. En þau plön eru á milli mín og Pongs eins og er, best að segja sem minnst og láta það í hendur æðri máttarvalda hvernig úr þeim plönum spilast.
við Donni á heimleið með LÁGJALDAFLUGFÉLAGINU(SURE) Flugleiðum, brúnir sætir og slank.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn heim og frábært að vita að ferðin var góð. Já hjá hverri þjóð er alltaf hægt að læra eitthvað og ef það besta væri tekið frá öllum værum við þá ekki í paradís?
Jóhann Elíasson, 25.3.2008 kl. 00:59
Ég fylgist vel með þér minn kæri....Ég er reyndar orðin geðveikur sjóari núna...segi þér seinna frá sjóveikis meðvitundarleysi sem ég upplifði í þrjá tíma og svo var eins og líkaminn sagði bara "ok ég skal gera þetta" og síðan hef ég ekki fundið fyrir hinum stærsta veltingi....góður
Garún, 25.3.2008 kl. 02:31
Gott að heimferðin gekk vel. Vonast til að heyra frá þér við tækifæri.
knús og kossar úr Rokkbænum
Stóra sys...
.
Svana (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 12:20
Velkominn heim frá Thaí.... Góða ferð á sjóinn. Engin tekjuskattur, hljómar vel, ekki það að ég sé ekki sáttur við að borga mitt til samfélagsinns. Mér finnst reyndar að svo lítið stór hluti þeirra launa sem ég afla fari líka til samfélagsinns með einum eða öðrum hætti. Draumar og plön eru góð, eina sem til þarf er að koma þeim í verk. Ég er ánægður með, fyrir þína hönd að þú skulir hafa tekið svolítið af ljósi með þér heim frá Thaí..., því ekki veitti af því miða við það myrkur sem var farið að grúfa yfir þér á stundum, í svartasta skammdeginu. Óska þér góðrar ferðar...
Guðmundur St. Valdimarsson, 25.3.2008 kl. 19:23
Þakka kveðjurnar. Garún komdu bara túr á vs. velkomin.
Jóhann þakka þér fyrir. Svana verð í fríi í maí.
Gummi maður getur alltaf bætt við sig týrum, þakka þér og kveðja um borð í Ægi blessaðan.
Einar Örn Einarsson, 26.3.2008 kl. 08:29
Velkominn til baka og já góða ferð á sjóinn. Það hlíttur nú að hafa verið gott að koma heim í nýju íbúðina og hækkandi bensín verð hehe, gott að vera á sjó maður eyðir ekki á meðan.
Sævar M M (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 05:32
Já segðu Sævar.
Gengið, bensínið og verðbólgan.
Jafn íslenskt og hangiket og slátur.
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 07:39
Hæ sjóari!
er alltaf að reyna að setja hér inn færslur. Óttalegt vesen.
En kossar og knús á þig og Kvenfélagið Hvalreka sem ég vona að gefi út
ársrit eins og almennilegum Kvenfélögum sæmir með þartilgerðum
leirburði og saknaðarljóðum með klump í hálsi
gæti hljómað svona:
Þær stóðu á ströndinni
allar á öndinni.
Einar úr hvalnum
á hælum og spælum .
Dýrindið Donni
og Bjöggi með taglið
Í tælöndunni (verulega stórt skáldaleyfi hér)
er ekkert haglið
Segi bara svona Einar minn. Kvenfélög eru til margs nytsamleg.
með ástakveðju úr Bítlabænum Kikka og kó.. ekki í kvenfélagi þó..
(er að gleyma mér hérna í Zoppisma) og vona að þetta komist til skila,
næst sendi ég flöskuskeyti, það eru sjálfsagt meiri líkur á því að þú fáir það en
tölupárið
kikka (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:26
hehe góð Kikka.
Sá flöskuskeyti líða aftur með varðskipinu, gæti hafa verið frá þér.
Þér líkt frelsið og manndáðin mest. :)
Tælandan kom vel út.
Þurfum að fara að Zoppa.
Einar Örn Einarsson, 5.4.2008 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.