Töfrar í Thailandi. Hamingja og hiti.

 

Orlofið heldur áfram. Líkt og heima líður tíminnn áfram með sínum þunga, hvar sem maður er staddur í veröldinni.

Eftir að hafa notið morgunverðar með Donna og Bjögga, þá var næsta vers að hitta bílastjórann hennar Reno, sem er vinkona Donna og rekur ferðaskrifstofu hér í Phuket. Erindið, að fara út á flugvöll og sækja Preccha H. Naksuwan, öðru nafni Pong, sem ég hef verið að tala við, meira og minna síðan haustið 2006 ,  höfum verið í daglegu sambandi lengi.

Ég skaðbrenndur á löppunum, íklæddur síðum tvöföldum íþróttabuxum, með hatt og sólgleraugu að fara að hitta hann í fyrsta skipti. Er yfir höfuð hægt að vera hallærislegri við slíkar aðstæður? Hvað um það. Allir múlatta , thai og arabadrengirnir í sölubúðunum í þröngu götunni að Patong Villa þustu að bílnum, „Boss, you going? Where you go? Wanna shop first?, nice dress, special deal for you my friend."  AF stað var haldið út á flugvöll. Fórum óhefðbundna leið þangað, vegna þess að við höfðum góðan tíma. Gat séð þetta allt saman betur núna í dagsljósinu, og ekki verra að hafa skemmtilegan guide og bílstjóra svona prívat.

Komum á flugvöllinn, og allt flug á áætlun.  Flugið hans no 218 frá gamla herflugvellinum í Pattaya á áætlun kl. 1405. Eins og í bíómynd ( af betri gerðinni)  var senan þegar ég beið við hliðið, eftirvænting, efasemdir, vanmáttur og allur pakkinn. Fólk, af öllum gerðum kom út um hliðið. Er þetta hann? Nei.... þarna... Nei..... Svo þarna langt fyrir innan glerin var hann , blik í auga.... bros..... bros á móti.

Hvað get ég sagt? Segi sem minnst. Þarf ekkert að segja . Sumt á heima á prenti, sumt á milli tveggja persóna. Nokkur stykkorð fyrir ykkur: Vellíðan , líkt og draumur rætist, hiti að innan sem utan, snerting, gagnkvæmt, fegurð ytra sem innra. Báðir með fortíð Pong verður 32 í haust, ég verð 45.

Áttum dag saman á  suite 310 Patong Villa sem ég veit að við gleymum seint, báðir tveir. Fórum um kvöldið út að borða með Hvalrekafélögum sem höfðu um daginn verslað nauðsynjar( SURE) legið á ströndu og átt góðan dag. Borðuðum saman allir um kvöldið á veitingastað sem er á aðalgötunni, ekki langt frá Paradise complex, þar er röð veitingastaða, með alvöru THAi food.

Daginn eftir , sameiginlegur morgunverður. Keyptum á mig léttar bómullarbuxur vegna brunans. Leigðum okkur mótorhjól og Pong keyrði, ég aftan á , við tveir. Keyrðum yfir 3 fjöll. Til Phuket town, fórum í dásamlegt musteri þar sem Pong vildi fara inn og þakka Buddha fyrir MIG að ég skuli hafa hitt hans hjarta. Dýragarðurinn heimsóttur. Borðuðum á orginal veitingastað úti í rjóðri, hvar falang ( útlendingur) er greinilega ekki daglegur gestur. Svo ótrúlegur staðurr þarna í rjóðrinu . Pong fór og keypti Aloah Vera plöntu af bónda, fyrir fætur mínar.Yndislegur dagur. Um kvöldið fastur matarfundur hvalrekans hvar flutt eru erindi um ævintýri dagsins , svona rapport, líkt og við morgunverðinn. Dagurinn endar heima á 310 í aloah vera treatment hjá Pong, en hann hefur tekið það að sér að græða þetta, og á umdarlegan hátt er þetta að gróa mjög fljótt. Að vera á mótorhjóli, léttklæddur í 38°c hita á 70 km hraða var ótrúleg reynsla.

Næsti dagur tekinn snemma  Reno sjálf fór með okkur í dagsferð í bílnum sínum. Við skoðuðum perluverksmiðju og fórum út á perlubúgarðinn, dæmigerðum báti innfæddra. Eftir að skoða það, samdi Reno við bátsformanninn að sigla með okkur í kring um nærliggjandi eyjar. Fórum í land á eyju sem er með luxushótelum fyrir þotuliðið og vinsælt til brúðkaupa. Drukkum þar kaffi. Svo meiri sigling. Svona exslusive, sem við hefðum ekki fengið nema vegna Reno. Fórum á fílsbak þegar við komum í land. Þetta er allt saman ótrúlegt. Fórum svo á veitingastað uppi á fjalli þar sem sést yfir alla eyjuna og út á sjó. Staður sem er ekki auglýstur fyrir túrista, er svona  Holtið og Grillið þeirra innfæddu. Maturinn og útsýnið þar.......................vantar lýsingarorð. Ekki verra að njóta svona dýrðardaga með Pong sem gerir þetta ferðalag í annari vídd.

Fastir liðir um kvöldið. Pong langt kominn að græða á mér fótinn, hann hefur líka grætt í mér hjartað, svei mér þá.

Í gær hittum við Than hans Donna loksins. Hittumst allir í morgunverð. Við Pong tókum góða sisetu og svo á ströndina. Áttum dag þar sem ég mun koma inn á í næsta kvenfélgabloggi, þar sem verður tekin önnur sýn á það hehehe.

Frábært kvöld með okkur öllum Pong, Than og Ben strákur sem Bjöggi kynntist. Fórum út að borða og Thailendingarnir okkar pöntuðu mat, hvern réttinn á fætur öðrum, hver öðrum betri og framandi. Ég elskan þennan mat. Strákarnir mokuðu í okkur mat, bókstaflega ef við opnuðum munninn þá var kominn matur inn fyrir varirnar. Kvöldið endaði með því að Thailendingarnir 3 voru allir í konsizeinu hjá okkur Pong, þar sem við vorum eins og bland af jógum og unglingum, þar sem ég lagði Tarot fyrir Tan og Ben , en við Pong lásum úr því saman (enn eitt sem við Pong eigum sameiginlegt).Var að hugsa eftir að strákarnir fóru, og við fórum að ganga frá, þá er tilfinningin eins og við Pong höfum verið saman í einhver ár, hann upplifir það líka.

Í dag er fimmtudagshádegi. Siesta hjá okkur. Ég ligg með laptopinn í fanginu og Pong hjúfrar sig að mér og sefur. Fullt að gera í dag. Pattaya á morgun.

Ekki haft mikinn tíma að blogga.

Þakka góðu kommentin. Við höfum það gott allir og ég er að upplifa hamingju og hluti sem ég vissi ekki að gætu verið til.

Fyllist þakklæti og auðmýkt gagnvart því. Mikið er Guð góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gaman að lesa bloggið þitt og fínt að vita að þú hefur það gott.

Bestu kveðjur.

Jóhann Elíasson, 7.3.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka þér Jóhann

Bestu kveðjur frá Pattaya

Einar Örn Einarsson, 8.3.2008 kl. 11:47

3 identicon

Elsku Einar gott að það gengur vel hjá þér þú átt það skilið.

Knús á Donna og co

Svana (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Gísli Torfi

Hæ Einar gaman að lesa skrifin þín .. uss hvað mig langar í 38 gráður og vera túristi .. en Yndislegt að þú eigir góða tíma þarna eftir allar skemmtilegu hindraninar á ferð þinni til Thai.

Hvenær kemur svo myndin út ( sýnist að það sé hægt að búa til Bíó um þessa ferð )

Gísli Torfi, 10.3.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já takk takk .

Reyni að blogga meira fljótlega.

Mikið menningarsjokk að koma til Pattaya frá Phuket.

En aldeilis ljómandi allt, eftir að maður hefur tekið stöðuna á þessu.

Þökkum kveðjur, og kveðjur til baka.

Einar Örn Einarsson, 10.3.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Garún

Lífið er yndislegt...kysstu Pong frá mér

Garún, 12.3.2008 kl. 09:14

7 identicon

Saell elsku Einar !  Rambadi her inn a siduna thina fyrir tilviljun... var ad vafra um netid medan mer leiddist i vinnunni hehe ! Langadi bara ad segja mikid rosalega er eg glod fyrir thina hond ad hafa hitt salufelaga og ekki skemmir ad thad skuli gerast i hita og sol :)  Hafdu thad sem allra best.

Kvedja fra Glasgow

Hafrun

Hafrun (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:02

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Kossar kómnir til skila Kveðjur til ykkar.

Spes kveðja á GLasgow

Einar Örn Einarsson, 13.3.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband