thailand. Pollýanna, Computer says No og Kvenfélagið Hvalreki

 

Já kvenfélagið Hvalreki, gerir víðreist. Hinar fjórar félagskonur að meika það í útlöndum.

Þar má nefna Donaldínu sem arkar um hálfsjónlaus, Madam von Bergen sem haltrar við hlið hennar, og svo Baldintáta sem navigerar hersinguna, hinar þrár sýnilegu og hina ósýnilegu Pollyönnu sem hefur alveg geggjað mikið að gera í hrakförum félagsins, á leið til útlanda í sælu og sól. Sundum er svo mikið hlegið þrátt fyrir mótbyr í upphafi, að liggur við öngviti. Þar bjargar blessað sporakerfi AA og Alanon.

Allt hófst þetta upp á Leifi, hvar félagið stormaði inn í tékkinn salinn, sem var auðvitað búið að breyta eitthvað, enn einu sinni. Svipbrigði heimsborgaranna eins og meitluð í ásjónurnar á hinum lífsreyndu ferðalöngum. Þegar gengið var inn í salinn.

Vitanlega var tékkað inn rafrænt, og eins og að drekka vatn runnu í gegn um tölvurnar bókanir Donna og Bjögga.

Þá var komið að undirrituðum. Hermaður þjóðarinnar  saltstorkinn og hrakinn barasta nær engu sambandi við tölvudrusluna. Það var bara „COMPUTER SAYS NO!!!!!!!!!" Þverhausinn Einar Örn Einarsson ekki tilbúinn að játa sig sigraðan. Það var gengið á línuna á þessum rafrænu inntékkunardömum, og sama svarið hjá þeim öllum.

Fóru nú að renna tvær grímur á ferðalangana. Ákveðið var að halda á vit hinna HOMO sapiensku starfsmanna Flugfélagsins sem elskar alla og vill  allt fyrir alla gera.

Og hvað haldið þið?????????? ........................... Já rétt svar „COMPUTER SAYS NO" ARRRRRRRG!!!!

Hver um aðra þvera fóru þokkagyðjurnar að berja á hinum rafrænu stallsystrum sínum, og allar sungu sama lagið. Computer says NO. Illt var í efni, navigatörinn var bókaður út 6. Mars í stað 28. febrúar. HRIKALEGT.

Hófst þá orrahríð um að fá hið þjónustuglaða félag til að redda málunum. Blíð og móðurleg sagði ein af hinum mannlegu. Já ef þú borgar 65 000 krónur, þá kemstu með vélinni............... ÉG: „ HA"  Donni: „ HA", Bjöggi „WHAT", Flugleiðakona: „Dæs" Einar Örn Einarsson : „Hvurslags eiginlega banana endemis flugélag er þetta????" Donni: „ er það bara computer says no?, er Little Britain eftir allt raunveruleikaþáttur?" EÖE: „ Kemur ekki til greina"

Sögumaður: Nú var illt í efni. Kvenfélagið Hvalreki að liðast í sundur á stofndeginum. Yfirlýsingar eins og „ ég fer ekki neitt þá", „má ég tala við yfirmanninn" , „ er hlutverk þessa félags að r.... fólki í þurr. R......ið?" Hinar mannlegu snerust í hringi og vandræðagangurinn í botni. Búið að tala við platínukortsneyðarsímann, og vitanlega bæta þau ekkert slíkt (smáa letrið munið þið). Drottinn blessi masterkard og þeirra manngæzku. Þá er svo komið í sögunni að EÖE segir: Inn með ykkur, ég bíð eftir yfirmanninum og ef ég næ að tala yfirmanninn til þá kem ég , annars ekki, Tala við Iceland express og Thai air og kem á morgun.

Dramatíkin var komin í fast form uppi á Lefi, hefði mátt skera andrúmsloftið. EÖE stillti sér framan við eina mærina og mændi á hana, á meðan beðið var eftir yfirmanni sem átti að mæta kl. 0800GMT. Þss má geta að EÖE var ekki með hvolpaaugun á starfsfólki þjónustufyrirtækisins sem þjónar fólki um loftsins vegu. Já SÆLL eigum við að ræða það frekar?

Leið nú og beið. Ekki kom yfirmaðurinn fyrr en eftir nokkrar LANGAR mínútur ( vitanlega var þreifandi bylur úti í tilefni dagsins)

Hófst þá nýtt atriði sömu setningar. Kúnninn missti sig aldrei, hélt sig á hinni þunnu línu háðs og ádeilu með þungum undirtóni hins ósátta viðskiptaVINAR, já ekki slæmt að eiga svona vináttu ha??

Hófst nú þófið. Dæmið endaði að EÖE fékk að borga kr 35000 krónur, sem gerir þetta Londonflug dýrara en samtals sólarhrings lúxusflug  frá GB til THAI. Dásamlegt, við erum svo heppnir íslendingar að hafa svona gott flugfélag. Endilega ef þið getið séð af aurum, þá látið eitthað af hendi rakna til ICELANDAIR.

Nema hvað á síðustu stundu hljóp EÖE um borð við mikla gleði félaganna.

Leið svo og beið. Allar tölvur í Little Britain (the real) sögðu ekki NO, og allt gekk snurðulaust og Thai airways flaug okkur til Bangkok , það mesta lúxusflug sem ég hef á ævi minni kynnst. ( ónefnt þjónustuglatt félag á norðurhjara mætti alveg læra af þeim). Svo var flogið til Phuket í leðursætum og næs. Við sóttir og beint á hótel Green Mountain. Donni og Bjöggi fengu sína herbergi. EN hvað haldið þið................Þegar kjellinn ætlaði að heimta lykil af sínu tímabundna heimili. Þá bara kom: Computer SAYS NO!!!!!!!!!. Yfirbókað hótel.... Gussi og Pollýanna redduðu þeirri senu sem endaði í hlátursdellu og ég þurfti að gista upp í kingsizeinu hans Donna. Svo mikið var hlegið eftir nett Drottningaköst að Thaillendingarnir litlu göptu á þessa ísbirni. Farið var ofan í bæ borðað úti á  útiveitingastað í 31°c hita,bilaðu hlátur og sæluvímuköst, og allt vitanlega í þessum yndislega EDRU gír , en von Bergen hélt uppi heiðri hinna virku, og það með sóma.  Svo var haldið í tveggja tíma ilmolíunudd........ÉG er að segja ykkur, hvílík opinberun, hvílík líkn og slökun eftir  rúmlega 30 klst ferðalag.

Daginn eftir : Morgunverður kl 0900 pronto. Legið við sundlaugina  í dásamlegu yfirlæti. Svo fundur með Hótelstjóra. Lausnin var að við vorum upgradeaðir á Patong Villa ofan í bæ, rétt við Patong ströndina og allar búðirnar. Kvenfélagið allt pakkaði saman á mettíma. Hélt síðan leiðar sinnar í Patong Villas, sem er í bakgarði og ekið er inn um þrönga götu sem er FULL af litlum búðum sem selja allan Fj. Múlattadrengir, Thailendingar og Arabar bókstaflega ætla að kæfa mann í athygli og brosum. Farið var í lobbyið og Donni fékk herbergi 314, Bjöggi 315 og hvað haldið þið................ The computer SAID NO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég barasta hné niður af hlátri. Fall er fararheill , allt er þegar þrennt er. Ég fékk reyndar herbergi no 310 seinnipartinn. Farið var á ströndina, þar fengum við Donni okkur manicure, peticure og fótanudd. OPINBERUN!!!!!! Á ekki orð að lýsa þessu.

Skaðbrenndi á mér lappirnar. bar á allt nema ákkúrat á fæturnar. Sat undir sólhlífum í allan dag.........allur nema téðar lappir. Mikið búið að rjóða á þetta af ALOA vera og áburðum, þetta mun ganga yfir. Fórum út að borða aftur og svo aftur í nudd. Ég er aðsegja ykkur það.. ég er með mjúka fætur eins og barn. Slakur og sæll . Ekkert sólbað á morgun. Sæki Pong eftir hádegið. Engin smá spenningur. Hann er margbúinn að hringja, hann er svo spenntur. Ég er með alla fyrivara á , en samt fullur tilhlökkunar og forvitni.  Smá "brennt barn forðast eldinn "og "ég trúi þessu ekki" að berjast í mér

Semsagt ótrúlegt, góður andi og afslappaður hjá okkur, hver má bara vera nákvæmlega sá sem hann vill vera.

Lærdómur. Mæta öllu klúðri með Pollýönnu, opnum huga og viðhalda batanum. Hér er mikið brosað, í þessu ótrúlega landi. Ergo: Jákvæðni með bros á vör

Kveðja frá Kvenfélaginu Hvalrekanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöö.. ég varð bara stressaður á að lesa þetta ,svona hendir bara stóra fjölskyldu sem ferðast mikið uppsafnað á svona tíu fimmtán árum:)

Hann er eitthvað að prófa þig þessi sem öllu ræður.

Lov jú man

Emil

Emil (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:22

2 identicon

Heill og sæll elsku kallinn, eða á að kalla þig Baldintátu

Úff............ ég er búin að hlæja mig máttlausa af þessari ferðalýsingu þinni

Það er eins gott að Pollýanna er með í för þegar svona hamfarir dynja á manni. Hafðu það rosalega agalega svakalega gott í útlandinu, og passaðu upp á sólina og brunann.

Sjáumst

kv.

Halldóra Ósk og EinarÖrn 

Halldóra Ósk og Einar Örn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Það er vonandi að allt sé á uppleið eftir þetta. Þú myndir samt kannski ekki gráta það ef þér yrði ekki hleypt út úr Thailandinu aftur og þyrftir að ganga um þar í hitanum á tveimur jafnfljótum sem litu út eins og brunnar eldspýtur með áhyggjuleysi á sál og líkama.

Nei vonandi er beina brautin lögst fyrir fætur þér og megir þú og félagar þínir hafa það sem allra best og lifið lífinu lifandi.

Kveðja frá landinu sem er með hitastig upp á þinn stað ef þú dregur frá 49°.

Vilhjálmur Óli Valsson, 3.3.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Garún

Guð ég pissaði í mig af hlátri.  En gangi þér vel á morgun (eða núna, veit ekki hvað klukkan er þarna)...hafðu gott

Garún, 4.3.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Gísli Torfi

þetta var magnaður lestur og þegar ég ætlaði að setja comment hér kom bara ERROR

en tekst vonandi núna... þetta hefur tekið á Æðruleysið .. þú kannski búinn með mánaðarskammtinn af henni :)

en eigið Yndislega daga þarna í  HÚLA HÚBBA  HÓHÓ  dásemdini.

Gísli Torfi, 4.3.2008 kl. 06:22

6 Smámynd: Gísli Torfi

henni = bænini

Gísli Torfi, 4.3.2008 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband