27.2.2008 | 19:43
Heim af sjó , í snó og beint út í sólina.
Einn brælutúrinn enn að baki. Búið að vera afar illviðrasamt á hafinu í vetur. Þessi mynd var tekin af Friðrik Höskuldssyni úr gæzlufokkernum TF SYN, við leit að flugmanni suður af landinu í vitlausu veðri. Það tekur á að leita við svona skilyrði. Því miður án árangurs í þetta sinnið.
En nú heldur maður áfram að spreða, búinn að versla íbúðina, núna skal maður fara til útlanda, án þess að vera í vinnuerindum.
Fer í fyrramálið til Lundúna, svo næturflug til Bangkok, og svo þaðan flogið til Phuket.
Hálf ótrúlegt barasta. Við Donni vinur loksins að fara svona langa ferð saman. Bjöggi slóst með í hópinn. Svo kemur Böðvar þarna út, Öddi Karls, og Kristján Sig, ásamt fleirum.
Aldeilis saumaklúbbur þar á ferð. En eitt er nokkuð ljóst ekki verður mikið drukkið af þessum góða hópi. En því meira gert af góðum hlutum.
Hlakka til að hitta Than hans Donna, og síðast en ekki síst Pong, sem ég hef verið í nánast daglegu sambandi við í gegn um vefinn síðan síðla árs 2006. Rosalega spennandi að sjá hvernig það þróast. Það er sama spennan hans megin, en við munum hittast í Phuket, en hann býr í Pattaya. Það var ákvörðun okkar að hittast á hlutlausu svæði fyrst í stað. Erum meðvitaðir um að þetta geti farið á báða vegu.
Allavega ég mun skella inn einhverjum bloggum frá THai.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim og líka Góða ferð
Gummi bátur (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:10
Já takk Gummi.
Bið kærlega að heilsa um borð og góða ferð sjálfir
Einar Örn Einarsson, 27.2.2008 kl. 22:02
Velkominn í land og vonandi nærðu að safna orku fyrir restina af vetrinum þarna úti. Góða ferð.
Jóhann Elíasson, 27.2.2008 kl. 23:23
Takk fyrir Jóhann.
Hafðu það sem allra best sjálfur
kær kveðja
Einar Örn Einarsson, 27.2.2008 kl. 23:46
Elsku besti Einar....Ég sé að við eigum sömu ástina....sjóinn. Er nýflutt í hús við sjóinn í Höfnum. Verð að viðurkenna að ég hef hugsað til þín, því síðast þegar ég vissi þá varstu hér nálægt. Síðan er ég að vinna við bíómyndina "Brim" sem gerist að miklum hluta um borð í bát í brælu og mig hlakkar til, enda vatnsberi og með saltvatn í æðum.
Gangi þér vel þarna út og hlakka til að lesa meira og sjá fleiri myndir..
Garún, 28.2.2008 kl. 00:46
Góða ferð Einar og megi Góður Gussi vera með ykkur
Gísli Torfi, 28.2.2008 kl. 08:53
Sæll Einar og velkominn heim, það er nú ágæt að sjá að brælan er akki bara hjá okkur.Vona að þú hafir það gott í útlöndum, og komir hress og endur-nærður til baka. Kveðja frá Akureyri. Sævar M
Sævar M M (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:02
Þakka fyrir félagar
Kveðja frá Heathrow.
Einar Örn Einarsson, 28.2.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.