9.2.2008 | 09:18
Er varadekkið í lagi? Hver kemur þér til bjargar?
Var að lesa bloggfærslu núna áðan hjá kjartanvido.blog.is sem spyr á þá leið, hvar var þinn flugeldasali í, öllum útköllum björgunarsveitanna í gær og nótt?
Björgunarsveitir okkar vinna gríðarlega mikilvægt starf. Til þess að geta starfað og rekið sín dýru tæki þarf mikla fjármuni, ég kannast við það sem björgunarmaður í sjóflokki.
Björgunarsveitirnar byggja af stærstum hluta á ágóðann af flugeldasölu til landans. Á hverju ári bætast við fleiri gróðapúkar inn á flugeldamarkaðinn og skerða möguleika björgunarsveitanna til sinnar fjármögnunar.
Mér verður hugsað til orða sr. Lárusar Halldórssonar, gamals vinar, sem notaði líkinguna um varadekkið gagnvart trúnni, að of margir sinna illa trúarlífi sínu, fyrr en það springur hjá því og fólk kemst að því að varadekkið er ekki í lagi, eða jafnvel ekki í skottinu.
Er varadekkið í lagi hjá þér? Viltu hjálp í neyð? Viltu hjálpa þeim sem þú ætlast til að hjálpi þér?
Tilvalið að velta þessu fyrir sér í tíðum óveðrum á tímum anna hjá björgunarfólki.
Við erum svo fljót að gleyma, í góðviðrisköflum og tímabilum þar sem allt leikur í lyndi, er eins og við gleymum þörfinni fyrir vel búnar björgunarsveitir. Kannski vegna þess að megnið af þjóðinni er komin svo langt frá náttúruöflunum að hún gerir sér ekki grein fyrir samspili manns og náttúru. Líkt og samfélögin til sjávar og sveita hafa þurft að eiga við frá alda öðli.
Eitt er víst að á eldfjallaeyju eins og Íslandi, mitt í farvegi veðra og vinda er þörf fyrir öflugar björgunarsveitir, sem byggja á sjálfboðaliðum.
Eins má ekki gleyma að hlúa að því atvinnufólki sem við eigum í slökkvi, sjúkraliðum, lögreglu og landhelgisgæslu. Það má ekki "hagræða" svo mikið í rekstri þeirra að það sé vart til fjármagn til eldsneytiskaupa eða launa. Því þarf að halda til haga fyrir þingmenn og þá aðra sem ráðstafa opinberu fjármagni. Þekki til þess, þar sem ég starfa hjá einum þessara aðila.
Allavega. Björgunarfólk klapp á ykkar bak, þið eruð búin að standa ykkur vel eins og vant er
Til ykkar hinna. Hvar ætlar þú að versla flugelda næstu áramót?
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
benna
-
bumba
-
jaxlinn
-
elisabeta
-
jaherna
-
vinursolons
-
frikkih
-
garun
-
gtg
-
gretarmar
-
gudni-is
-
gudbjornj
-
gutti
-
skipperinn
-
gurrihar
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidathord
-
hildurhelgas
-
snjolfur
-
jakob
-
jenfo
-
johanneliasson
-
jonaa
-
jarnar
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
kikka
-
lillagud
-
cornette
-
magnusthor
-
maggadora
-
solir
-
oliskula
-
olofdebont
-
dj-storhofdi
-
percival
-
ragnar73
-
seinars
-
fusinn
-
siggiholmar
-
smm
-
villiov
-
toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, ég er svo skrítin skrúfa að ég versla ekki flugelda - hins vegar læt ég af hendi peningaupphæð til "minnar" björgunarsveitar, þá upphæð sem hefði að öllum líkindum farið til flugeldakaupa hjá mér og sonum. Því eins og þú orðaðir svo vel í færslunni hér fyrir ofan, þá er ómetanlegt að hafa björgunarsveitirnar og ég vil leggja mitt af mörkum til þess að þær séu til staðar.
Jóhann Elíasson, 9.2.2008 kl. 10:56
Já nákvæmlega Jóhann. Það er hægt að legga sitt af mörkum með margvíslegum hætti. Ekki síst að halda til haga hversu mikilvægt þetta starf er , og koma því til varnar þegar ástæða þykir til.
Já við erum margar skrýtnar skrúfurnar
Einar Örn Einarsson, 9.2.2008 kl. 11:06
Elsku Einar. Nafni thinn hann Elvar Orn var ad eignast son svo thann 9. feb. Langadi ad lata thig heyra.
kv. Stora sys...
Svana (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:46
Frábært að heyra Svana!
Til hamingju með það, kærar kveðjur.
Er úti á ballarhafi.
Get bara gert athugasemdir á sjónum á bloggið, en ekki bloggað.
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.