Að þreyja þorrann. Það er auðveldara heima í stofu en á sjó í skítabrælu.

Kominn heim.

Sestur við gluggan góða. Alltaf gott að koma heim, og sannarlega er ég kominn heim. Sú tilfinning er alveg skýr og klár, þótt ég sé í fyrsta sinn að koma heim af sjónum og hingað á Skeljagrandann.

Búinn að kíkja á bloggin á sjónum þegar ég hef haft tíma til á frívöktunum. Get gefið komment þaðan, en ekki bloggað. Það er í góðu lagi.

Það er búið að vera algjör brælutíð á hafinu, barasta síðan í nóvember, skelli inn myndum hérna með handa ykkur. Augnhæð í brúnni á flaggskipinu er tæpir 11 metrar. 02.02.2008 021Þetta er að sjálfsögðu afar hressandi. Lítið ryk fellur á skipið (grín sko) og getur verið gaman að sjá tilburði sumra við að ganga á milli staða í svona hreyfingu.

02.02.2008 008En einhvernveginn þá er þetta eitthvað sem sumum hreinlega líkar. Það er sagt sem svo að sumir hafi sjómennsku í blóðinu. Ég tek undir það. Árum saman streittist ég á móti. Vann í landi átti minn karríer þar, en svo að lokum lét ég undan. Það að vera svona andspænis náttúruöflunum er barasta eitthvað sem erfitt er að lýsa. Einhver orti sem svo:

" Ég elska hafið æst

er stormur hvín.

Ég elska það er kyrrð og ró þar býr."100_0254

Ekki svo að skilja að ég vilji hafa endalausar brælur, öðru nær, heldur er þetta eitthvað að upplifa sig nær þessum kraftaverkum náttúrunnar. Í gærmorgun átti ég dýrðarferðir í léttbáti á milli skipa, þá dúraði á milli lægða. Það eru oft góð augnablik. Eins í morgun var dásamlegt að upplifa morgunárið í nánast heiðríkum himni fyrir austurlandi í skjóli fjalla og fjarða, eftir stjörnubjarta nótt. Maður kemst í ljóðræna stemningu og finnur smæð sína gangvart því undri sem lífið svo sannarlega er, og þakklæti fyrir að fá að upplifa allt þetta, og ekki verra að vera allsgáður gaur. Tounge

 

En hvað um það, gott að vera kominn heim, verk að vinna, hér á þessu heimili er ég bæði húsbóndi og húsmóðir. Húsverkin bíða, blessuð þvottavélin þarf sína athygli. blogga meira fljótlega.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fólk skilur ekki almennt hvað maður getur verið þreyttur eftir svona "brælutúra" og ef "túrinn" hefur verið langur er maður bara svolitla stund að venjast því að hafa "sléttan" flöt undir fótum. Velkominn í land.  Verðurðu eitthvað í landi núna?

Baráttukveðjur

Jóhann Elíasson, 6.2.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já rétt Jóhann þú þekkir þetta. Svona er þetta

Verð fram yfir helgi heima

Einar Örn Einarsson, 6.2.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Tiger

Skil aldrei þá einstaklinga sem geta sótt sjóinn. Ég myndi aldrei geta gert  það og líður mér bara illa ef ég er staddur í skipi sem fer frá bryggju. Á nokkra í ættinni sem eru sjómenn, bróður og frændur sem og eina frænku - en er alger landkrabbi sjálfur. Tek ofan fyrir þeim er vinna á sjó.

Tiger, 6.2.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

hehe Takk tigercopper.

Svo undarlegt sem það kann að hljóma þá fylgir því frelsistilfinning að vera á sjónum. Reyndar er jafn erfitt að útskýra þetta eins og hvernig eitthvað er á bragðið.

Einar Örn Einarsson, 6.2.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Sæll Einar

 Ekki er ég frá því að sjórinn hafi góð og róandi áhrif á hugann, jafnvel þegar bræla er. Það eru ekki bara nátturuöflin óvægu og hreyfingin, það er friðurinn líka. Mér finnst frábært að geta átt tíma fyrir mig og mín hugðarefni án þess að eiga símtal eða kaffiheimsókn hangandi yfir hausnum á mér, a.m.k. á stundum.

Kveðja Villi

Vilhjálmur Óli Valsson, 8.2.2008 kl. 18:09

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæll Villi.

Gaman að sjá þig hér. Tek undir þetta. En ég hef oft hugsað eftir að tæknin fór að vera svona mikil og menn í nánast stöðugu símasambandi á sjónum og svo í netsambandi líka, þá hefur ákveðinn sjarmi farinn af þessu.

Kveðja til þín, ætla að kíkja á bloggsíðuna þína.

Einar Örn Einarsson, 8.2.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Velkominn heim. Sé að þú hefur lent í sömu holuni og við lentum í. Erfitt að útskýra það hvað það er sem heldur manni til sjós. Eftir svona túra þegar meirihluti orkunar fer í að halda sér, ganga um þilför sem hallast á alla kanta, halda sér kjurum í koju sem er á fleigi ferð út um allt. Tala nú ekki um þegar búið er að færa herbergið manns á milli staða á meðan maður reynir að sofa. Maður fer  kannski inn til sín á 64°23 og 021°27. Svo þegar maður kemur út þá er maður kominn á 63°59 og 020°34. Ég held að maður mundi nú segja eitthvað ef maður kæmi heim af sjó, þá væri húsið manns bara komið niður í Akurholt. Nei bara Joke, eftir 26 ár á sjó og maður getur ekki enþá útskýrt afhverju. Ég hallast að þessari frelsis tilfiningu sem maður ekki finnur í steinsteipunni og malbikinu, eflaust í bland við raunveruleikaflótta. Þarna lifir maður í afmörkuðu umhverfi sem maður gjörþekkir og veit af hverju maður gengur.

Kveðja GSTV

Guðmundur St. Valdimarsson, 9.2.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæll Gummi og velkominn.

Hehe já ætuðuð þið ekki að hefla þettan fjára. Get trúað að Ægir gamli hafi verið fjörugur í þessu eins og bróðir hans. Haha segðu maður færi að sofa heima hjá sér í Reykjavík og vaknaði á Rifi. Eitthvað yrði nú uppnámið hjá landkröbbunum við það.

Já er þetta bara ekki sjúkdómur, að vera sjómaður? Allavega er þetta "ástand" , er bara nokkuð sáttur við það.

Bið að heilsa áhöfninni um borð hjá ykkur.

Einar Örn Einarsson, 10.2.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband