20.1.2008 | 01:20
Laugardagskvöld og lífið gengur sinn gang, litið um öxl.
Skrýtið, mér finnst eins og ég hafi barasta búið hér lengi. Undarlegt það. Er að mestu búinn að koma mér fyrir. Yndislegt matarboð að baki hér í kvöld. Sit hér á uppáhaldsstaðnum, sem er spjall og kaffiborð með 2 djúpum stólum sínum hvoru megin, við kertaljós. Hér sé ég alla leið suður með sjó til Keflavíkur, sem ég gisti í 11 ár.
Í Keflavík átti ég mínar bestu og verstu stundir í lífinu. Má segja að líf mitt hafi farið allan rússibanann í tilfinningabrautinni þarna. Mikil gleði og miklar sorgir þar. Svo sit ég hér við gluggann, horfi þangað úteftir, hvar ljósin dansa í náttmyrkrinu. Þarna innan um þessi ljós var minn heimur í 11 ár. Þarna kynntist ég ástinni, sorginni, missinum, gleðinni, starfsánægju, fyllingu í lífinu og dásamlegu fólki. En þarna brann ég líka út , uggði ekki að mér, niðurbrot, kvöl og angist. Þar flúði ég inn í þoku áfengis og lyfja og náði til botns. Eins , innan um þessi sömu ljós fékk ég nýtt upphaf og nýja von. Ég þurfti í kjölfarið að berjast við gamla drauga fortíðar frá barnæsku, sem höfðu legið sem mara á mér, í launsátri, ígildi púðurtunnu. Innan um þessi ljós, suður með sjó tók ég ákvörðun, um nýtt upphaf, nýja stefnu í öllu mínu lífi. Ný menntun, nýtt starf, nýjar slóðir.
Eftir að hafa tekist á við alla þessa hluti og farið í gegn um sársaukann, barist við draugana og gert við þá sátt að endingu, á ég nýtt líf. Þetta hafa verið nokkur ár, aldeilis frábær ár. Gamla starfið mitt í Keflavík mun alltaf fylgja mér, ég gríp í tónlistina ennþá, spila og syng. Hver veit nema ég fari á fullt í þá veruna á ný, hver veit?
En hér get ég hoft yfir flóann sem hefur verið starfsvettvangur minn síðari árin í hvalaskoðuninni á ELdingu í nokkur ár, svo varðskip og kaupskip. Hreint stórkostleg náttúra rétt fyrir framan nefið á borginni. Borginni sem er að breytast, úr samfélagi sem þekkti samhengið við láð og lög sem og lífríkið allt, í samfélag steinsteypu og hinna hörðu gilda. Allstaðar andstæður. Jing og jang.
Ljósin suður með sjó minna mig á hverfulleika lífsins og það að maður verður að takast á við hlutina eins og þeir eru og það er alltaf hægt að setja punkt, sættast við hlutina, halda áfram og horfa fram á veginn. Endurnýja dag frá degi sinn innri mann, í sátt við Guð og menn.
Handan við flóann í norðurátt, blika ljósin á Skaganum, sem fóstraði mig í uppvextinum. Þar á ég alltaf heima. Þar liggja sporin. Þar liggja ræturnar.
Já ég sit hér við gluggann, sáttur við Guð og menn, og umfram allt þakklátur fyrir lífið eins og það er. Hingað er ég kominn vegna þess að ég hlustaði á innri rödd, tók ráðum góðs fólks og fetaði í fótspor fólks sem hittist reglulega og samhæfir reynslu sína styrk og vonir.
Á stundum sem þessum finnst mér ég vera auðugur. Eftir velheppnað kvöld með góðum vinum, góður matur og gefandi samvera. Er hægt að meta slíkt til fjár?
Fer á sjó á mánudag. Meira síðar. Þakka góðar kveðjur með íbúðina.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér.Ég þekki þetta allt og tek undir er þú segir:"" Þarna kynntist ég ástinni, sorginni, missinum, gleðinni, starfsánægju, fyllingu í lífinu og dásamlegu fólki. En þarna brann ég líka út , uggði ekki að mér, niðurbrot, kvöl og angist. Þar flúði ég inn í þoku áfengis og lyfja og náði til botns.""Ég þekki þetta allt úr mínu lífi.Já Bakkus er harður húsbóndi sem engum hlífir.Kvitta fyrir mig.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 20.1.2008 kl. 02:54
Þakka kærlega fyrir. Við skiljum hvorn annan .
Einar Örn Einarsson, 20.1.2008 kl. 03:10
Gaman að lesa þessar hugleiðingar, það sama get ég sagt hér í Hafnarfirði hef ég átt mínar bestu og verstu stundir en samt á ég erfitt með að hugsa til þess að vera einhvers staðar annars staðar. Er þetta kannski ekki spurningin um að vera þokkalega sáttur við fortíðina og að gera málin upp? Sumt hefur maður ekki getað gert upp en það verður að lifa með því, þótt slæmt sé.
Jóhann Elíasson, 20.1.2008 kl. 15:57
Sæll félagi. Þakka þér góðar kveðjur,ég er ánægður og held ég styrkist með hverjum degi þó stundum finnist mér það fara hægt.Góður pistill hjá þér þetta er auðvelt ef maður kann og vill og segir verði þinn vilji.Gangi þér vel.
Guðjón H Finnbogason (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:06
Takk fyrir vináttuna og kvöldverðarboðið um daginn!
Donni
Jón Helgi Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.