Þá er ég fluttur

þá er kallinn fluttur. Kominn vestar í vesturbæinn. Sé yfir Seltjarnarnesið lítið og lágt. Stemmingin hér minnir mig á Skagann, sem er gott. Hef Akranes beint fyrir augum þegar ég keyri út götuna.0edf4a90c08d5bf8575f7fdbfabc6a4fEr alsæll með þetta. Fékk góða hjálp frá góðum vinum. Marta systir og hennar strákar voru eins og hetjur með mér í þessu. þau gistu hjá mér fyrstu nóttina. Flutti inn á laugardegi til lukku og fyrsta nóttin aðfararnótt sunnudags til sælu.Svo undarlegt sem það er þá virðist vera sterkt í mér að flytja ekki á mánudegi og helst ekki þriðjudegi heldur, arfur gamallar hjátrúar, það ætlar ekki að rjátlast af manni. Smile

473354c010bf9ffd0015bfe1800165c1

Mikið hefur maður margt að þakka fyrir. Þetta er 455. helgin edru.MAGNAÐ! Get lofað ykkur því að ég væri ekki á þessum stað annars. Svo er Thailandsferð eftir 45 daga. Það verður spennandi að fara með Donna vini mínum þangað. Annars á ég þangað erindi við persónu sem ég hef þekkt vel í á annað ár, hvernig skyldi það nú þróast.? Kemur í ljós. Wink

Er semsagt kominn í 107 eftir nokkur ár í 101, er frekar sáttur við það. Er hins vegar ekki ánægður við borgaryfirvöld með hvernig þau eru að þétta gamla bæinn mikið. Bílastæðamál í algjörum ólestri og óþægileg tilfinning þegar svo mikið er saumað að fólki þarna. Nú á að gera Bræðraborgarstígsreitmistök, eftir Holtsgötureitsmistökin. Synd því gamli vesturbærinn er afar sjarmerandi og skemmtilegur. Ég vil meina að hann sé í útrýmingarhættu. Nær að setja orkuna í það heldur en bölvaða hvalfriðunarvitleysuna.

Annars fer ég ekki á límingunum. Ég hafði val, valdi að flytja hingað. Sáttur við Guð og menn.

Segi eins og sagt var á gufunni gömlu eftir erindi í útvarpssal: " Góðar stundir".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ. Til hamingju með nýju íbúðina. Og útsýnið. Lítur rosalega vel út. Ég er algjörlega sammála þér hvernig borgaryfirvöld eru að eyðileggja bæði miðbæinn og gamla vesturbæinn. Þetta borgarbatterí ætti í raun og veru að heita mistakabatteríið. Ótrúlegt. Er líka að hugsa um að flytja að vísu úr 105, en þá eitthvað lengra í burtu, yfir atlantsála, í svæði 64738201038746655743 eða þannig, heheehhe. Með kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með nýju íbúðina Einar og ég efast ekki um að þér á eftir að líða vel þar.  Ég á nú vonandi eftir að hitta þig á nýju ári.

Jóhann Elíasson, 14.1.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já þakka ykkur fyrir báðir tveir. Jóhann það væri gaman að hittast yfir góðum bolla við tækifæri

Einar Örn Einarsson, 14.1.2008 kl. 11:59

4 identicon

Til hamingju með þetta allt elsku bróðir!!

Þetta er frábært hjá þér. Gott að þau komu að hjálpa þér ég hefði gert það líka ef þú hefðir látið mig vita. knús og kveðjur úr Kef. Stóra sys

Svana (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Til hamingju með að vera kominn í flottasta hverfið ;)

Sigurður Hólmar Karlsson, 18.1.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband