12.12.2007 | 14:19
Jólin jólin allstaðar
Já jólin jólin allstaðar segir í teksta Jóns Bassa. Hef verið að hugsa um þetta núna. Jólin hafa alltaf haft mikla þýðingu fyrir mig, ekki þó á sama hátt alltaf.
Sem barn var það vitanlega hátíðleikinn og gjafirnar. En eins og svo margt í mínu lífi, þá virðist ég snúa svo mörgu á haus, á meðan margir fara í kirkjukóra og kirkjustarf á efri árum, þá tók ég það út á yngri árum. Átta ára gamall var ég farinn að syngja í sópraninum í kórnum heima í Akraneskirkju, síðar fór ég niður í bassan og endaði í tenornum. Fram á unglingsár söng ég þar öll jól, og þar voru messur í kirkjunni , elliheimili, sjúkrahúsi og þessháttar. Ein jólin sungum við í Betlehem á jólanaótt, gjrösamlega ógleymanlegt. Síðar tók við söngur í Bústaðakirkju, Dómkirkjunni og síðast sem organisti við Keflavíkurkirkju í 11 ár. Aðventan og jólin voru söngur og tómlist út í eitt. Dásamlegur tími. Hin síðari ár hef ég verið að raula með í mínum söfnuði í Landakotskirkju en ekki verið mikið heima við um jól.
En síðustu jól síðan ég hætti í Keflavík, hef ég verið mest á sjó um jól. Hef verið á sjónum á jólanótt á Humber fljóti, í Norðursjónum og víðar.Ein jól kaus ég að vera einn. Og vitið þið hvað, jólin komu samt. Þau læðast til manns inn í hugskotið.........bara ef ég helypi þeim inn. Þetta er ekki spurning um hið ytra, heldur hið innra.
Með þessu vil ég EKKI gera lítið úr hinu ytra, sem er bráðnauðsynlegt til að viðhalda stemingu og undirstrika hátíðina. En oft má nú ofgera því sem og öðru. Finnst gaman að upplifa það hversu margir hafa snúið sér að því að njóta aðventunnar, í stað þess að slíta sér út. Ég man þá tíð að það þótti hneisa ef húsfreyjur bökuðu ekki svona 23 sortir af smákökum, vo lagtertur og randalín og Guð má vita hvað. Enginn tími til að éta þetta fyrir stressi, svo mátti það ekki gerast á jólunum. Svo þegar jólin loksins komu þá hafði enginn lyst á öllum sortunum og megnið af þessu var hent að lokum.
Sama var með hreingerningar, allt var heingert út úr dyrum, eins vitlaust og það er á dimmasta tíma ársins að fálma í myrkrinu með tuskuna, nær að bíða með það til vors eins og Hrönn vinkona mín í Keflavík sagði.
Allavega blesuð jólin koma, hvernig svo sem við látum.
Ég kom heim af sjónum í gær, er að fara aftur í kvöld. Við ætlum að reyna að komast heim fyrir aðfangadag, ef veður leyfir. Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því.
Jólin jólin allstaðar, þau eru nefnilega allstaðar, vonandi njótum við öll aðventunnar, hvert á okkar hátt
Gleðileg jól til ykkar allra.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð Einar og fyrir alla muni njóttu jólaföstunnar, ég veit það ekki mér finnst ekki minni hátíðarblær yfir jólaföstunni en jólunum sjálfum, fer bara eftir hugarfarinu.
Jóhann Elíasson, 12.12.2007 kl. 21:01
Já þakka þér fyrir og sömuleiðis.
Jólafastan hverfur of oft í skarkalanum.
Einar Örn Einarsson, 12.12.2007 kl. 22:22
Bara að kvitta og þakka fyrir flottan pistil
Sigurður Hólmar Karlsson, 13.12.2007 kl. 11:36
Gleðileg jól og þakkir fyrir árið sem er að líða.
Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 22:24
Elsku Einar minn Guð gefi þér gleðileg jól.
Það var frábært að heyra frá þér. Ættum við ekki að skoða tiboð litlu systur um að koma í 50 ára afmælið í sumar? Við erum til!!!
Heyrumst sem fyrst allir mínir biðja að heila þér.
Svana A. Daðadóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 21:51
Elsku Svana.
Takk fyrir og sömuleiðis Gleðileg jól
Skulum endilega skoða það, Kærar kveðjur til fjölskyldunnar. Er á leið á sjóinn aftur. Kem heim í jan
Jóhann gleðileg jól, þakka liðandi ár.
Einar Örn Einarsson, 26.12.2007 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.