Haldið til hafs á ný

TÝRmynd_5Þá er inniverunni senn að ljúka. Undarlegt að hafa komið í land í hinni bláu borg friðarins, og halda út frá borg óttans og spennunnar sem hefur nú grænrauðan blæ yfir sér. Enn lýsir Æ LOV JÚ ljósið örlagaríka upp himinhvolfið.

Ég skutlaði Yoko út í Viðey í fyrra sem Kafteinn á EldinguII, þegar hún með prik í hönd helgaði staðinn fyrir Æ LOV JÚið, við undirsöng barnsradda að viðstaddri elítunni, sem var með andköf af hrifningunni yfir gömlu Yoku, sem vildi ekki ferðast með lýðnum í sama skipi. Það sárnaði mörgum af hinum útvöldu. Óborganlegt var þegar tilvonandi fyrrverandi borgarstjóri ávarpaði lýðinn í eynni, þá Yoka hafði gengið eins og indíanakerling hringinn um véið með lurkinn í hendinni. Upphaf ávarpsins var svona: " Dear mister Yoko Ono, ladyes and gentlemen".

Mikið sé ég eftir Villa, það eru bara stórmenni sem geta leyft sér að segja mister Yóka.

Annars er mér slétt sama hvernig þetta skipast þarna í ráðhúsinu. Græðgin og hungrið eftir völdum og sleifartaki við kjötkatlana gengur þvert á flokka og flokksbrot.

Drottinn sér um sína það er víst og ég held að almættinu sé líka slétt sama hver situr í stærsta herberginu við Tjörnina,

Bráðum 101 mánaðar edrumennska hefur kennt mér það, að það er hinn innri auður sem mestu skiptir.  Það að hafa nóg að bíta og brenna, þak yfir höfuðið, góða fjölskyldu og vini. Trúa að hið góða hafi völd og treysta Guði, gerir hasarinn í ráðhúsinu að hismi.

Allavega blogga ekkert næstu 16 dagana eða svo.

Bestu kveðjur á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll frændi

Til hamingju með edrutímann frændi, þetta er æðislegt líf.

Einar Vignir Einarsson, 14.10.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já takk fyrir , þú þekkir þetta  frændi sæll.

Bið að heilsa

Einar Örn Einarsson, 14.10.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góða ferð Einar  og gangi þér allt í haginn.  Ég mun sakna þess að fá ekki skemmtilegar hugleiðingar frá þér í 16 daga, en eins og sagt er: Eftir því sem neiin verða fleiri styttist í jáið (Eftir því sem dögunum fjölgar, sem þú skrifar ekki, styttist í að þú skrifir).  Hugleiðingarnar þínar eru mannbætandi.

Jóhann Elíasson, 15.10.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband