10.10.2007 | 17:53
Gleraugu fuku á haf út. Kominn í land, friðurinn úti.
Jæja þá er enn einn túrinn á enda. Ég verð að segja að stundum langar mann barasta beint út á sjó aftur, þegar fólki í samfélaginu er svona mikið niðri fyrir. Það er svo ríkt í mörgu fólki að ætlast til þess að aðrir taki afstöðu í öllum málum sem það sjálft hefur tekið. Því miður gerist það oftar en ekki í tilfinningalegu uppnámi og hvatvísi. Þá er ekki von á góðu.
Við erum svo viljug að dæma fólk og spara ekki stóru orðin þar til.
Hins vegar er það umhugsunarefni að það er eins og stór partur af þjóðarsálinni sé búin að samþykkja græðgi sumra en ekki annara. Baugsmálið og fjölmiðlaumræðan í því samhengi er dæmi um það. Endalaust er verið að draga í dilka. Íhaldsgræðgin virðist vera verri en samfylkingargræðgin, eða baugsgræðgin, svo maður tali ekki um framsóknargræðgina.
Mér finnst þetta samfélag allt vera að farast úr þessari sömu græðgi. Á meðan hvert mannsbarn hendir yfir 80 kílóum af mat á hverju ári, í öllum vellystingunum, kaupskipin hafa ekki undan að flytja inn glingrið og óþarfa draslið sem fólk verður að kaupa , vegna þess að það er svo ódýrt að það er ekki hægt að sleppa því. Skranbúðirnar blómstra sem aldrei fyrr.
Á meðan verið er að reyna að fara í útrás með þekkingu okkar á orkunýtingu, hvar valist hefur til starfans maður eins og Bjarni Ármannsson sem er fagmaður í viðskiptum og hefur sannað það svo ekki verður um villst að hann veit hvað hann syngur, ekki skildi hann við Glitni í rústunum, öðru nær, þá heyrist ekki stuna eða hósti þegar lækkun dollars um næstum helming skilar sér ekki í verði út úr skransölunum, sama hvaða nafni þær nefnast.
Kaupréttarákvæðin í KB banka, er fólk búið að gleyma því? Var það ekki fyrrverandi forsætisráðherra sem tók út sína inneign í mótmælaskyni þá? Nei það þóknaðist ekki lýðnum, vegna þess að það voru íhaldsmótmæli. Þá þögðu sleggjudómararnir, þeir sömu og verja einn auðrhinginn út í eitt, en fara á límingunum þegar næsti auðhringurinn fer að græða.
Þetta er náttúrlega bara fyndið.
Er ekki öfundin stór þáttur í þessu öllu?
Bankarnir hafa verið að standa sig , fullt af öðrum fyrirtækjum blómstrar, undir stjórn dugnaðarforka og fagmanna. Er einhver sem gleðst yfir því? Verð ekki mikið var við það.
Mér verður oft hugsað til þess, þegar ég er á sjónum, og nýt þeirra forréttinda að vera tengdur við máttarvöldin og náttúruna, í þessari nánd við sköpunarverkið, að allt of margir fara á mis við upplifanir sem ekki verða metnar til fjár. Vitanlega þarf fólk að hafa á milli handa sinna fjármuni til að komast af og lifa og njóta. En þarf það að vera í þessari gegndarlausu neysluhyggju, vanþakklæti og neikvæðni.
Nákvæmlega það varð til þess að ég sneri baki við mínum störfum í landi. Mér finnst gott að komast frá hringiðunni og út á sjó þar sem ég tek eina vakt í einu, án þessara þrúgandi krafna samfélagsins um skoðanir á öllum skrambanum, síbylju og neysluhyggju.
Vitanlega er alltaf gott að koma heim, en ég verð meðvitað að reyna að halda mig frá því að sogast inn í þetta hugarfar, að þurfa að dæma allt og alla, eftir misjöfnum og mismatreiddum forsendum, það lék mig illa á sínum tíma. Lífið er ekki bara svart og hvítt.
Þess vegna finnst mér svo gaman að lesa bloggfærslur frá fólki sem er að benda okkur á það broslega og skemmtilega í tilverunni, nefni engin nöfn hérna, en vil þakka slíkum bloggurum fyrir að vera til, slíkt fólk er mér bráðnauðsynlegt.
Allavega hlakka ég til þegar þetta REI og Geysir green og hvað þetta alltsaman heitir er horfið út úr umræðunni. þá er allavega skemmtilegra að koma í land.
Lenti í því í einni vindhviðunni í morgun úti á ytri höfn að gleraugun mín fuku af mér. Já ég sagði gleraugun fuku af ásjónu stýrimannsins sem var bakborðsmegin að athuga festingar á "fendurum". Ein hviðan tók þau og þau svifu lárétt yfir þvert framskipið til stjórnborða, og þá tók við lóðrétt ferðalag ofan í hafdjúpin bláu. Vonandi að einhver gáfuleg keila geti notað þau þarna niðri. Allavega er ég einum gleraugunum (náttúrulega nýjustu og dýrustu) fátækari. Samt fyndið atvik.
Þá er ég búinn að stimpla mig inn í nokkura daga inniveru. Eftir helgina er það sjórinn á ný.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugleiðing Einar og vonandi vekur hún marga til umhugsunar um hvað það virkilega er sem gefur lífinu gildi.
Jóhann Elíasson, 10.10.2007 kl. 19:24
Þakka þér Jóhann, veit þú skilur þetta
Einar Örn Einarsson, 10.10.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.