25.5.2015 | 22:51
Snúrublogg. 16 ár án áfengis.
- mai 2015
Óminnishegri heitir
sá er yfir öldrum þrumir.
Hann stelur geði guma.
Þess fugls fjöðrum
eg fjötraður vark
í garði Gunnlaðar. (hávamál)
Þá er hann upp runninn dagurinn sem ég staldra við í auðmýkt og þakklæti fyrir ár til viðbótar laus við óminnishegran, sem í krafti Bakkusar lagði líf mitt , sálu og líkama undir sig.
Er svo óendanlega þakklátur fyrir svo margt.
- Mátt samfélags sem ræktar lausn við ofurvaldi Bakkusar
- Kærleika og hreinskilni góðs samferðarfólks
- Fyrir góðan lífsförunaut sem deilir með mér lífi án áfengis.
- Hinum æðri mætti fyrir að taka af mér byrðarnar.
- Að vera frjáls gagnvart fólki , skoðunum annara og aðstæðum.
Án þessa væri líf mitt snautt. Þar að segja ef ég væri lífs, gruna að Bakkus hefði tekið líf mitt sem toll ef mér hefði ekki hlotnast sú náð að þiggja lausn sem felst í andlegri leið.
Það að eiga líf sem er svo ríkt að innihaldi , starf sem ég nýt til botns. Er ekki sjálfssagt.
Að eiga samskipti við fjölda fólks án átaka er ekki sjálfsagt heldur.
Er fullur auðmýktar og þakklæstis.
Blessuð sé minning þeirra mörgu sem máttu lúta í lægra haldi fyrir þessum vágesti.
Ef einhver er að berjast í dimmum dal, vonleysis, ótta og reiði í heljargreipum fíknar og neyslu. Þá langar mig að segja. Það er til lausn. Eina sem þarf er að bera sig eftir henni og margir til þess að leiða þig veginn sem felst í andlegu ferðalagi sem breytir nótt í nýtan dag.
Takk fyrir mig allt hið góða fólk sem stendur mér nærri og hefur fetað veginn samferða mér.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
benna
-
bumba
-
jaxlinn
-
elisabeta
-
jaherna
-
vinursolons
-
frikkih
-
garun
-
gtg
-
gretarmar
-
gudni-is
-
gudbjornj
-
gutti
-
skipperinn
-
gurrihar
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidathord
-
hildurhelgas
-
snjolfur
-
jakob
-
jenfo
-
johanneliasson
-
jonaa
-
jarnar
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
kikka
-
lillagud
-
cornette
-
magnusthor
-
maggadora
-
solir
-
oliskula
-
olofdebont
-
dj-storhofdi
-
percival
-
ragnar73
-
seinars
-
fusinn
-
siggiholmar
-
smm
-
villiov
-
toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 51543
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þennan áfanga Einar. Einhvern veginn hafði ég alltaf á tilfinningunni að lífið yrði þér gott því að þú varst alltaf ákveðinn í fara í gegnum lífið af jákvæðni og gleði og gera eins gott úr öllu og mögulegt væri. Ég vona að þú hafir það ætíð sem best og njótir ávallt gæfu og góðs gengis.
Jóhann Elíasson, 26.5.2015 kl. 00:45
Takk fyrir minn kæri. Þú ert aldeilis góð fyrirmynd með hvernig þú hefur tæklað lífið :)
Einar Örn Einarsson, 26.5.2015 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.