26.5.2014 | 07:42
Snúrublogg, Fimmtán ár í frelsi.
Fimmtán ár í frelsi.
Fallegur var morgunn hér í Pattaya hæðum í Thailandi. Sólin skein í heiði og dagurinn í vændum. Þegar líða tók á morguninn fóru þung regnský að láta á sér bæra. Þrumur í fjarska og nálguðust hver af annari. Sólin hvarf bak við sortann. Þrumurnar ágerðust og eldingum sló niður afar nærri, nokkrum sinnum náði ég vart að byrja að tekja upp í 1. Svo opnuðust gáttir himins og steypiregn. Nú rétt eftir hádegið hefur stytt upp og birtan færist yfir á ný. Framundan er síðdegið allt og svo kvöldið allt þar á eftir.
Í dag eru 15 ár síðan ég og Bakkus konungur skildum að skiptum. Veðurfar dagsins er eins og lýsing á lífi mínu. Sem betur fer stytti upp. Hef verið hugsi um þetta líf mitt við þessa vörðu á þroskaleið minni. Vildi ég hafa gert þetta öðruvísi ? Svarið er Nei.
Það að hafa brotist í gegn um brimgarð breytir lífi manns og gildismati. Það að hafa haft dauðann svo nálægan og ógnandi nánast bíðandi við næstu horn og svo að komast í skjólið. Það sem gerir þetta skjól svo sérstakt að maður verður að halda því við svo að það haldi vörnunum. Það varir aldrei lengra en sem nemur því sem maður leggur í að viðhalda því. Til þess þarf ég að viðhalda auðmýkt minni og eins að halda vitundarsambandi við hinn undursamlega mátt sem gefur okkur lífsorkuna, sami máttur og gefur lífríkinu og sköpunarerkinu öllu lífsneistann. Eins þarf ég að vera í föruneyti annarra í sömu sporum og gefa af mér og deila þeirri lausn sem okkur er gefin.
Það að vera fangi eigin hugsana, ótta við álit annara og lifandi hinum lamandi ótta, ásamt þráhyggjunni, eru nokkrar af rótum sjúkdómsins alcoholisma. Eina sem slær á þetta ömurlega ástand er að "fá sér" til að gleyma, til að deyfa, til að komast í gegn um þennan ömurleika. En það sem við gerum okkur ekki grein fyrir er sú staðreynd að lausnin "að fá sér " gerir hlutina enn verri. Sú vegferð er dauðans alvara og endar í einu af tvennu, geðveiki eða dauða.
Svo er það hin raunverulega lausn. Hún krefst þess eins að maður verður að vilja þiggja hana sjálfur. Hún felst í því að gefa sig á vald þeirri staðreynd að við erum einn dropi í hafinu, sandkorn í eilífðinni. Sjálfshyggjan verður að hverfa. Við erum partur af heild og sú heild sem býður fram lausnina leiðir mann, ef maður þiggur, sporaleiðina. Þvílíkur léttir að finna að það er í raunninni allt í lagi. Dagarnir þurfa ekki að vera í endalausum bardaga og átökum. Það eina sem þarf er að slappa tökunum og horfast í augu við lífið á lífsins forsendum. Þetta er fjöregg sem okker er gefið og okkar að varðveita og gefa áfram.
Líf mitt tók algjörum stakkaskiptum. Í dag á ég líf sem ég þorði ekki einu sinni að láta mig dreyma um áður. Ég elska og er elskaður og er svo sannarlega blessaður. Ég get verið með fólki og get unnið með fólki átakalítið. Yfirborðslegt líf og glansmyndir heilla mig ekki. Það að eiga ró í sálinni og frið í hjartanu er öllu öðru dýrmætara. Gildi hinna sönnu vina er gulls virði.
Þakklæti og auðmýkt er mér efst í huga. í dag. Það er mér hollt að vera hérna einn í dag. Pongsi minn er heima á Íslandi að vinna. En við erum alltaf saman þrátt fyrir að höf og álfur skilji að, eins og lífi okkar er háttað vegna vinnu og aðstæðna. En í einverunni getur maður óáreitt skoðað sig og speglað. Fer svo á leynifélagsfundinn minn í heimadeildinni minni hér í Pattaya og tek á móti 15 ára peningnum. Tákn um að lausnin virkar.
Það er til lausn !
Örfáar þrumur heyrast í fjarska. Fuglasöngurinn hefur náð yfirhöndnni og sólargeislanrir speglast á flísunum á veröndinni. Það er stytt upp. Fallegur eftirmiðdagur í vændum sólarhringurinn rétt rúmlega hálfnaður. Fyrirheit um góða hluti. Lífið er yndislegt!
Takk fyrir mig.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þennan áfanga Einar. Þetta var mjög fallegur og einlægur pistill hjá þér, reyndar átti ég ekki von á neinu nema góðu frá þér. Verst hvað maður verður sjaldan var við þig hérna. Hafðu það ætíð sem best og megi framtíðin brosa við þér eins og hún virðist svo sannarlega gera í dag.
Jóhann Elíasson, 26.5.2014 kl. 08:33
Innilegar hamingjuóskir vinur, það hefur verið gamann að vera í návist þinni í þessi ár og sjá hvernig þú hefur elfst og þroskaðst á þessum 15 árum
Iceguy, 26.5.2014 kl. 11:19
Innilega til hamingju, þú ert greinilega að njóta lífsins, og ert til fyrirmyndar fyrir okkur sem erum að fást við sama óvin, til lukku Einar.
Viðar Zophoníasson, 26.5.2014 kl. 11:51
Kærar þakkir. Jóhann minn ég blogga ekki mikið um þessar mundir en les oft pistana þína. Já Viðar og KS við heyjum baráttuna saman en ekki einir. TÖfrar leynifélagsins.
Einar Örn Einarsson, 26.5.2014 kl. 12:37
Til hamingju með áfangann, þetta var góður pistill hjá þér og sannur, þú hefðir haft gott af því að koma með mér á fund í Árbæjarkirkju í kvöld og fara með Æðruleysisbænina og svo Faðirvorið í restina en það verður kanski síðar. Gangi þér allt í haginn til sjós og lands og Guð verði með þér, kveðja Jón Ingi
Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 22:42
Takk Jón Ingi.
Er á leið á fund í heimadeildinni minni hér á Pattaya. Doldið langt í Árbæinn héðan :) Gangi þér sem best líka :)
Einar Örn Einarsson, 27.5.2014 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.