Vilhjálmur Egilsson tak sæng þína og gakk.

Mikið fór illa í mig að heyra viðbrögð Vilhjálms Egilssonar í fréttum kvöldsins.

Hann er í forsvari fyrir atvinnurekendur. Hann hefur verið á kafi í andskotans braskinu og sukkinu.

Hann talar um sjóðinn sem sjóðinn "OKKAR"

Greiðir Vilhjálmur Egilsson í Gildi lífeyrissjóð? Held ekki.

Þetta eru OKKAR peningar launþeganna.

Burtu með skítugar krumlurnar.

Verkalýðsforystan er að stórum hluta vafin inn í þetta alltsaman. Gulltryggir sig með fulltrúaráði. Almennur sjóðsfélagi hefur ekkert að segja. Hann bara borgar brúsann.

Þetta bara  gengur ekki.

Við verðum að ná stéttarfélögum okkar á band okkar launþega á ný, okkar eigin félögum takið eftir.

Í gegn um þau náum við lífeyrissjóðunum úr höndum þessara níðinga.

Eitt og eitt félag stendur undir nafni, samaber Verkalýðsfélagið á Akranesi, meira af slíku fólki. Alvöru fólki með stéttarvitund.

Reynum nú að láta í okkur heyra gott fólk. 1. maí er um helgina!


mbl.is Sjóðsstjóri Gildis fer frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Atvinnurekendum var af einhverjum einkennilegum ástæðum troðið í stjórnir lífeyrissjóðanna til  helminga á móti launþegum, raunverulegum eigendum sjóðanna. Þaðan hafa þeir stjórnað braski með fé sjóðsfélaga rétt eins og þeir ættu það sjálfir. Enda líta þeir á það sem sitt, eins og Vilhjálmur orðaði það - OKKAR!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2010 kl. 00:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr burt með þetta pakk úr lífeyrissjóðinum okkar!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já og þetta OKKAR situr í mér.

Nú þurfum við að gera 1. maí að alvöru baráttudegi aftur.

Burt með þetta lið!

Einar Örn Einarsson, 29.4.2010 kl. 00:27

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algerlega sammála þér Einar.  Ég var að blogga um þetta og "linkaði" á gamalt blogg um þetta mál, þar kemur fram að atvinnurekendur hafa komið sér í stjórnir lífeyrissjóðanna með brögðum, því þeir hafa ALDREI greitt þar inn  eina einustu krónu.

Jóhann Elíasson, 29.4.2010 kl. 07:29

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já Jóhann, en hvernig í andskotanum getum við losnað við þessa óværu?

Einar Örn Einarsson, 29.4.2010 kl. 12:52

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eina leiðin er að stjórnir ALLRA lífeyrissjóða fari frá og kosnar verði nýjar stjórnir og fyrir það fyrsta verður að gera lífeyrissjóðsfélögum grein fyrir stöðunni og hvernig þeir hafa verið PLATAÐIR gegnum árin.

Jóhann Elíasson, 29.4.2010 kl. 14:03

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já það vantar algjörlega að vita raunverulega stöðu sjóðanna.

Hvað var mikið af víkjandi lánum td.

Einar Örn Einarsson, 29.4.2010 kl. 14:44

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er smeykur um að TAP lífeyrissjóðanna, sem okkur hefur verið sagt frá sé mun  meira en sagt er og sumir lífeyrissjóðirnir séu hreinlega með neikvæða eiginfjárstöðu.

Jóhann Elíasson, 29.4.2010 kl. 15:00

9 identicon

Nú er bara að nýta réttinn sinn og skipta um lífeyrirsjóð, eitthvað sem maður hefði átt að gera fyrir löngu. Þannig getur maður látið peningana eða lífeyrinn tala. Eini gallinn er að við getum því miður ekki skipt yfir í LSR, en sá hækkaði jú greiðslur þrátt fyrir gríðarlegt tap, enda jú ríkistryggður. Af hverju ættu stjórmálamenn vorir ekki að vilja meiri lífeyri, þegar þeir geta rukkað almenning um hann. Þetta er náttúrulega algert rugl!

Bjarni (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:04

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

já ég er svo lánssamur að hafa verið að vinna, í ársleyfi frá LHG, í Noregi og greiði á meðan í Norskan lífeyrissjóð. Ætli að maður hugsi ekki ráð sitt ansi vel áður en maður sleppir því.

Einar Örn Einarsson, 30.4.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband