Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvalir, umhverfismál umræða eins og rótlaust þangið

Norm%20HarpÍ tegnslum við frétt á mb.is http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1290746 bloggaði ég athugasemd við fréttina. Umræðan fer gjarnan úr í dálítinn sandkassaleik. Góður vinur minn sagði mér að setja þessa færslu inn sem sjálfstætt blogg. Geri það hér með. Vona að það megi gera það Woundering er enn blautur bak við eyrum. en færslan er svohlóðandi:

Er hættur að verða hissa á svona framsetningu. Þessi umræða er löngu komin langt út á tún. Hef fylgst með þessari umræðu lengi. Er í þeirri skemmtilegu aðstöðu að vera bæði hvalveiðimaður, og var til skammst tíma líka hvalaskoðunarmaður, til margra ára. Það að halda því fram, að ekki sé hægt að skoða og veiða, er eitthvað sem ég get ekki tekið undir. Þetta getur vel farið saman, spurningin er að skipuleggja hlutina og veiða ekki hrefnu á hvalaskoðunarsvæðum.

Veiðar á langreyðum og sandreyðum hafa ávalt farið fram úti á djúpunum. Þar eru engir árekstrar við hvalaskoðunarfley, enda á annað hundrað sjómílur sem skilja að svæðin.

En það alvarlega í þessu öllu saman er, á meðan umræðan um verndun hvala er föst í tilfinningafjötrunum, þá eru hinar raunverulegu ógnir við lífríki hafsins ekki ræddar. Hef verið undrandi á talsmönnum hvalaskoðunar undanfarið, sem halda því fram að veiðar á þessum örfáu hrefnum, séu ástæða þess að erfitt hefur verið að nálgast dýrin í sumar. Í engu er vikið að ætisskorti í hafinu. Það er staðreynd að hungrað dýr er ekki vænlegt til þess að nálgast það. Á það við öll dýr, þarf ekki hvali til.

Staðreyndin er sú að afhroð hefur verið í afkomu sjófugla við landið um skeið. Er um að kenna ætisleysi. Í Vestmannaeyjum er staðan alvarleg og varp lunda hefur misfarist. Svartfuglsvarp hefur sömuleiðis misfarist á mörgum svæðum, því miður ekki bara á þessu ári.

Ekki hef ég orðið var við umræðu friðunarfólks um þá alvarlegu stöðu sem uppi er í þessum grunni fæðukeðju hafsins. Veiðar á sandsíli eru stundaðar í miklum mæli hér sunnar í hafinu. Má nefna þar til sögunnar dani, breta, íra , norðmenn og fleiri sem veiða sandsíli í hundruða þúsunda tonna vís. Hvalirnir eru dýr sem ferðast um þessi hafsvæði og þetta kemur niður á þeim, það er næsta víst.

Ljósáta er veidd, og verið er að smíða risaryksugur til þess að sjúga hana upp. Er talað um það?

Nei að sjálfsögðu ekki. Öll þessi umræða er bara á tilfinningalegum nótum. Á meðan tilfinningarnar (og gróðavon sumra) bera umræðuna ofurliði þá eru þessar staðreyndir ekki ræddar.

Í sama stað hef ég oft verið hugsi, þegar verið er að tala um landfyllingar hérna í borginni. Hvernig tengist það umræðu um hvali? kann einhver að spyrja.  Jú, verið er að dæla upp sandi, búið að gera það áratugum saman, á fiskislóðum hér í Faxaflóa, á Akrunesingasviði til dæmis, og eins utar og sunnar í flóanum. Búið er að dæla gífurlegu magni upp á þessu viðkvæma svæði. Hefur farið fram rannsókn á þeim skaða sem þetta kann að valda? Eru þetta hryngingarstöðvar fyrir sandsíli? Er fólki alveg sama um það, að valda mögulega ógnarskaða á lífríki Faxaflóa, svo að hægt sé að hlaða niður fleiri mannvirkjum hér við ströndina á landfyllingum þar sem efnið í landfyllingarnar er svo dýru verði keypt?

Sandsíli er gríðarlega mikilvægt fyrir fulga, fiska og hvali og viðkoma þess hlýtur að koma niður á fæðuvali þeirra dýra. T.d. hvað étur hrefnan sem hefur legið í sandsílatorfunum í Faxaflóa á sumrin, þegar brestur er í sandsílastofninum?

Sínum augum lítur hver á silfrið. Þannig er það. Drifkraftur sumra í þessari umræðu er því miður ekki af einhverslags kærleik til umhverfisins, heldur einfaldlega gróðavonin. Það munar um þúsundir tonna af hvalkjöti á markaðnum. Í bland við tilfinningar er gróðravonin líka í umræðunni. Það er ekki góð blanda.

Langreyður3Vonandi verður hægt að koma þessari umræðu í nýjan farveg, og í samhengi við það sem er að gerast. Umræða um náttúruvernd er ekki bundin við hálendið, hvali og stóriðju.

Þeim til huggunar sem eru hræddir um að hvalir séu að deyja út, þá get ég sagt þeim að sjaldan hef ég séð eins mikið af hval úti á djúpslóð, en í sumar.

Vonandi eigum við eftir að sjá sjálfbærar hvalveiðar við hlið dafnandi  hvalaskoðunar hér á landi. Allir ættu að geta komist af með sitt ef rétt er á málum haldið.


Borgin búsældarlega

Hef um skeið lesið, hlustað og séð það sem fram er borið af fjölmiðlum um skipulagsmál í Reykjavík.

Ekki laust við að maður verði hugsi, búandi í gamla vesturbænum, hvar verið er að fylla upp í öll möguleg pláss. Húseigendur smærri eigna fá regluleg símtöl frá vænlegum kaupendum sem vilja rífa "kofana" og dema kumböldum á lóðirnar og fjölga þar með íbúum. Þetta gerist hvað ofan í annað. Ekki fyrir löngu var slíkt gert á Holtsgötureitnum svokallaða. Íbúar mótmæltu. Borgin tók nú ekki mikið mark á því. Íbúar vildu geta lagt sínum ökutækjum í þolanlegu göngufæri frá híbýlum sínum. Eitthvað varð nú samt til þess, að eftir að reiturinn byggðist, er nánast vonlaust að leggja ökutækjum í sæmilegri fjarlægð frá heimili eftir að kvöldar. Fólk reynir að nýta það pláss sem gefst, án þess að loka fyrir aðgengi umferðar. Borgin sendir síðan stöðuverði til að sekta viðkomandi bifreiðaeigendur.

Sumt fólk hér í nágrenninu hefur þurft að borga drjúgt í sektir í þessum aðstæðum. Ætla ekki að fara að ræða réttlæti eða óréttlæti varðandi sektirnar, en hugsa þess í stað um hvað borgaryfirvöld ætli að gera í þessum bílastæðamálum. Þetta er eitt elsta íbúahverfi borgarinnar og einhvernveginn finnst mér að fólk ætti að geta haft eins og eitt ökutæki innan 200 metra radíuss frá heimilinu.

Á sama tíma er verið að umbylta hafnarsvæðinu og talað um framsæknar hugmyndir með frekari landfyllingum í Ánanaustum, sem er efni í aðra hugleiðingu. En er til mikils mælst að borgaryfirvöld reyni að leysa vandamálin í þessum hverfum í gömlu Reykjavík áður en til slíkra umbyltinga kemur.

Það ætti að vera hægur vandi að endurskipuleggja bílastæðin í einstefnugötum vesturbæjarins gamla, líkt og gert var í hlíðahverfinu.

Það er frábært að búa hérna í gamla bænum, en samgöngumálin eru að verða nokkuð þreytandi.

Fagna tillögum um uppbygginguna í gamla miðbænum. Ekki laust við léttir eftir að úrslit samkeppninnar voru kynnt.

En fyrir alla muni. Leyfum gamla vesturbænum að vera eins og hann er. Hann er minnisvarði um dugnað og uppbyggingu og grunnurinn að því sem seinna varð Reykjavíkurborg.

 


Bloggheimar

Er mættur í þessa margumræddu bloggheima.

Hef haft gaman að því að fylgjast með mörgum bloggurum hérna inni. Líkar vel við moggabloggarana og ætla að koma mér fyrir hér.

Næsta öruggt að ég muni ekki skrifa margar beinar bloggfæslur hérna. En sjálfsagt eitthvað. Hef gaman af því að "commentera" á færslur annara.

flateyriÞað helgast líka af störfum mínum, þar sem ég er mikið úti á hafinu bláa.

Er einn af þessum í deyjandi stétt íslenskra skipstjórnarmanna.

En allavega er að reyna að læra á þetta blogg system.

Einar Örn


Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 51511

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband