Dómstóll götunnar

Ef þetta er það sem koma skal, svona hátterni, þá er þetta EKKI samfélag sem mig langar að búa í. Það styttist í að upp úr sjóði með þessu áframhaldi.

Það er ekki hægt að leysa nein mál með svona mótmælum. Umræða eins og í Háskólabíó um daginn er eitthvað sem hugnast mér betur. Þar sem fólk gat talað út úr sínu hjarta og komið á framfæri sinni sýn af sannleikanum.

 Við búum í litlu samfélagi, sem vissulega fór fram úr sjálfu sér. En maður greiðir ekki flækju með því að búa til öðruvísi flækjur.  Það tekur nógu og langan tíma samt, að reyna að fá einhvern botn í þessi mál.

 


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Og þú og þínir telja sig hafa umboð til þess?

Slíkar framkvæmdir í reiði og gremjukasti dæma sig sjálfar. Finnst oft að það fólk sem er reiðast , sé reiðast sjálfu sér að hafa sungið hæstu rödd í hallelújakór , í aðdáun á útrásarvíkingunum, í þeim kór söng ég aldrei. En ég veit að ef fólk ætlar að fara í svona leik, þá verður erfiðara að stoppa en að byrja.

Ég allavega hef kosið að halda mig í samfélagi manna, en ekki í frumskóginum.

Ég er síður en svo sáttur við hvernig fór, en ég kvitta ekki undir svona aðfarir, og það er minn réttur að tjá það. Eða má það ekki, hefur dómstóll götunnar kannski bannað allt nema reiðina?

Einar Örn Einarsson, 8.12.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sammála þér Einar Örn, við getum notið góðs af þessu litla þjóðfélagi sem við erum með t.d. borgarafundum, þar sem hinn almenni borgari getur spurt beint ráðamenn þjóða spjörunum úr.  Það er okkar sérstaða, þessi mikla nánd við forráðamenn þjóðarinnar.  Það er sko alls ekki sjálfsagt!  Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, almennu borgara að vera málefnaleg í aðfinnslum okkar við ríkisstjórnina.  Spurja og fá svör! 

Eitt soldið ýkt dæmi er t.d. viðtalsþáttur sem ég sá í Indlandi. Þar kom fólk saman eftir hryðjuverkaárásirnar í Mumbai á dögunum og var það að reyna að vinna úr hræðslu sinni og reiði í beinni útsendingu á fréttastöð þar í landi (NDTV).  Fólk hafði spurningar en fékk engin svör.  Engir ráðamenn þjóðarinnar stóðu þar fyrir svörum, heldur leikarar sem líka voru í sjokki og fyrrverandi lögreglufulltrúi.  Svo var fengið samband við einskonar "ræðismann" eða fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnarinnar til að reyna að fá svör hvernig stjórnin bregðist við, en hans svör voru bara útúrsnúningar!  Hugsum aðeins um það. 

Okkar hagur er í smæð okkar, þótt það hái okkur að mörgu leyti.

Kolbrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka þér fyrir Kolbrún.

Var einmitt aðeins í Mumbai í sumar og upplifði þessar skelfilegu andstæður, hina ríku og hina fátæku.

En eins og þú bendir á þá er þessi nálægð eins og fjöregg.

Ég vil td. vita hvað ég ætti að kjósa um og eins að fá einhverja yfirsýn yfir ástandið, ekki úthrópanir og úrtölur. Sumir eru meira segja sárir að krónan skuli hafa styrkst þessa daga sem hún er á floti.

Einar Örn Einarsson, 8.12.2008 kl. 17:40

4 identicon

Óskar enda hafa mótmælin hingað til ekki verið neitt ofaná brauð.  Ég segi það sama.  Ef þetta er það sem koma skal þá er þetta ekki ríki sem ég vil tilheyra.   Verði stjórnini hrundið frá með valdi og einhver annars settur í stjórn.  Mun ég ekki greiða neina skatta til ríkisins.  Hvorki virðisaukaskatta né tekjuskatta.

Ég myndi bara vilja hafa mína henntisemi á þessu og velja bara sjálfur hvað ég geri við mína skattpeninga.  Það meikar alveg jafn mikið sens.  Gefa bara t.d. spítala eða skóla eða kirkju eða einhverju peningana í staðin fyrir ríkið.

Það sem þarf að gera til að ná framúr þessum vanda er að mótmælendur setji sig saman og myndi stjórnmálaflokk.  Beiti ríkisstjórnina þrýstingi um að knýja á um kosningar.

Kosningar verða hinsvegar (að mínu mati) að fá að bíða til vors eða byrjun sumars.  Fólk verður að fá að ná almennilega áttum fá að melta það hvað það vill gera.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Það er lýðræðisleg lausn. Tek undir með þér Arnar.

Einar Örn Einarsson, 8.12.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svona hátterni er bara dapurlegt og ætti ekki að þekkjast hjá fólki sem á að vera búið að taka út fullan þroska.  Ég verð nú að segja, þó ekki væri mér hlátur í huga, mér fannst svolítið hjákátlegt að sjá að þeir sem ræddu við fréttamenn sjónvarps, huldu andlit sitt, því þeir VISSUað það sem þeir voru að gera var ólöglegt og var ekki stutt af meginþorra almennings.  Ég vil meina að þarna hafi verið að verki róttækir aðilar úr "Saving Iceland"-liðinu, sem er endanlega búið að láta vita að það er EKKI að nokkru leyti að endurspegla vilja landsmanna með hegðun sinni og atferli. 

Jóhann Elíasson, 8.12.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

haha Jóhann góður punktur.

Dálítið undarlegt að hylja sína ásjónu, þegar verið er að standa í slíkum stórræðum.

þetta sama lið mun mótmæla hvalveiðunum.

Einar Örn Einarsson, 8.12.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 51310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband