11 ár án áfengis 10 án tóbaks. Snúrublogg.

IMG_1982Hef  ekki dottið í  það á öldinni! Og langar það ekki.  Í dag hef ég verið án áfengis í 11 ár. Sit hérna i brúnni á ARIES LORD sumarótt í Norðursjó. Máninn fullur gægist inn um afturgluggana á brúnni. Mikið er ég þakklátur og feginn.

En:

Þegar allt fer að snúast um stað og stund til að nota þetta stöff allt saman.

 Sjálfsöryggið vikið fyrir nagandi ótta og kvíða. Lausnin felst í 3.  glass fílingnum, það augnablik sem allt verður gott. 

Þegar ekki er hægt að slaka á án þess að notast við áfengi - eða tóbak.

Þegar maður er tilbúinn að leggja mikið á sig til að nálgast þetta.

Þegar það hefur forgang að hafa þetta með sér hvert sem maður fer.

Þegar þetta hættir að vera gaman og er orðið að flóttaleið.

Þegar hrokinn fer að vera eina tilfinningin.

Þegar maður verður nafli alheimsins, sjálfhverfur , eigingjarn og frekur.

Þegar sjálfsvorkunin og öfundin verður normalt ástand

Þegar sjálfsmatið er orðið lægra en klósettið.

Þegar maður lítur ekki lengur glaðan dag.

Þegar maður veit að það er eitthvað mikið að, en getur ekki fest á það fingur.

Þegar taugarnar eru búnar.

Þegar maður missir tökin......

Þá:

Er  kominn tími á að horfast í augu við staðreyndirnar og möguleikana í stöðunni, en þeir eru 3:

1.      Geðveiki

2.      Dauði

3.      Uppgjöf.

Ég valdi númer 3 og leitaði mér hjálpar.

Í 3 ár dvaldi ég í uppgjöfinni og talaði án þess að hlusta. Klúðraði meira og gerði mér grein fyrir því að það þarf að þiggja ákveðna lausn, til að geta lifað lífinu án stjórnleysis og gremju.

Þá þáði ég lausn 12. Sporanna í leynifélaginu góða. Gerði uppgjör og reikninsskil.

Þá hófst mitt líf fyrir alvöru. Loforð 12 sporanna hafa komið til mín.

Þess vegna: 

 Er ég hér.

Í  starfi  sem ég nýt, sem ég valdi að læra til í lausninni. 

Í  sambandi þar sem ég má elska og vera elskaður.

Í þeirri aðstöðu að hlakka til framtíðarinnar.

Í ástandi til að taka leiðsögn og gagnrýni og þurfa ekki að vita allt og kunna allt.

Í heimi þar sem ég þarf ekki að vera fullkominn.

Að sjá möguleika en ekki hindranir.

Í 12. Sporunum áfram. Það er lykillinn að því að fá að upplifa frábært líf og fallega hluti.Til þess þarf ég leynifélagið. Aðra alka, ykkur vini mína og félaga og síðast en ekki æðri mátt minn sem ég kalla Guð.

Verð seint fullkominn, en vonandi skárri manneskja í dag, en í gær.

Það er gott að fá að vera sandkorn í eilífðinni, verða partur af þessari yndislegu tilveru.

Takk yndislega fólk, takk LEYNDÓ, Takk GUÐ.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju!

þórómar (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 00:18

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hamingjuóskir með góðan árangur...  Og hamingjuríkt líf þitt...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.5.2010 kl. 00:22

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Kærar þakkir.

Einar Örn Einarsson, 26.5.2010 kl. 12:49

4 identicon

Elsku frændi

Hjartanlega til hamingju með árin 11!

Jóna Ósk (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:05

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir það Jóna mín

Einar Örn Einarsson, 26.5.2010 kl. 13:28

6 Smámynd: Eygló

Skelfing er gott að heyra svona góðar yfirlýsingar : )  Megi árin verða ótal fleiri.

Eygló, 29.5.2010 kl. 04:05

7 Smámynd: Garún

Þetta var frábær lesning.  "þegar hrokinn fer að vera eina tilfinningin"....Var nefnilega á tímabili að pæla í því að skrá mig á Íslandsmeistaramót í hroka.  Þetta leynifélag og 3 classa tilfinningin hefur breytt lífi mínu og allt er hægt og rólega að breytast. 

Til hamingju og kannski er hægt að plata þig til að leiða hjá okkur á Laugardögum?

Garún, 29.5.2010 kl. 08:38

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir Eygló þykir vænt um þessa kveðju.

Garun mín takk fyrir og sömuleiðis og anytime :))

Einar Örn Einarsson, 29.5.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 51310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband